Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 91
R i t u n a r s a g a U t a n g á t t a TMM 2012 · 2 91 MILLA: Ja, kannski, og þó, þetta var víst eitthvað flóknara… Held það hafi verið vestur til Ameríku. Miðvestur. Slétturnar. Ekki lest, rúta, Greyhound-rúta. Á ritunarferlinu og sviðsetningarferlinu fór ég að skrifa texta um verkið, nokkurs konar loggbók, aðallega til þess að gera sjálfum mér grein fyrir því á hvaða siglingu ég væri. Það veitti mér öryggi, ég hef aldrei siglt jafn ótrauður út í þokuna. Ég spurði sjálfan mig: hvernig verk er þetta og svaraði: Þetta er mósaíkverk. Smásjármyndir úr innra lífi tveggja sviðspersóna. Tvær tal- maskínur, innilokaðar á leiksviði. Leikverur fremur en persónur. Stöðugt að leita að heildarmynd, yfirsýn. En það er ekki auðvelt, þær standa alltaf of nærri sjálfum sér til þess. Heildin er brotakennd, fragmentarísk, eins og upplifun okkar í lífinu. Mósaík. Raddirnar eru innilokaðar í ping-pong-veröld tvennunnar. Alltaf tvær. Fá aldrei að vera einar, aldrei bætist þriðji aðilinn við. Skelfileg nauðung tvennunnar… Undir niðri liggur eitthvað sem kalla má mannlegt hlutskipti. Að vera háður óhamingju, sársauka, átökum. Heildin er fragmentarísk. Röð af fragmentum sem estetísk heild. Verkið er bein- línis hugsað gegn hinni „órofa heild“ hefðbundinna leikverka. Áður en lengra er haldið skulum við skoða aðeins í mjög grófum dráttum á hvaða hátt leikrit eru ólík öðrum textum veraldarinnar. Innan sviga: vitanlega er hægt að hugsa sér að leika hvaða texta sem er en ég er hér að tala um leikrit, leiktexta sem eru skrifaðir beinlínis fyrir leiksvið. 1. Höfundur sem skrifar texta til útgáfu í bók gengur frá endanlegu formi textans, bókin er til ótímabundin. Leikhús er tímabundið, leiksýning er einungis til þann tíma sem hún tekur. Sá sem skrifar leiktexta gengur frá texta sem er ekki endastöð í sjálfu sér, þetta er texti í biðstöðu, texti sem er stökkbretti fyrir annað listaverk sem heitir sviðsetning eða leiksýning. Leikskáldið er ekki listrænn stjórnandi leiksýningar heldur leikstjórinn. Leikskáld ættu að skrifa þessa setningu stórum stöfum á vegginn fyrir ofan skrifborðið, það gæti forðað þeim frá magasári, komið í veg fyrir beiskju og frústrasjón og jafnvel eitthvað ennþá verra. Hér í þessu spjalli mun ég reyna að halda mig við ritun leiktextans, enda var ég ekki listrænn stjórnandi leiksýningarinnar, það er að segja leikstjóri. Hins vegar kláraði ég leiktextann eftir að æfingar hófust þannig að undir- búningur leiksýningarinnar kemur við sögu í lokaspretti ritunar. Kem að því síðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.