Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 104
104 TMM 2012 · 2 Þorsteinn Antonsson Kæri Erlendur Úr fórum Erlendar Guðmundssonar í Unuhúsi Í minningarorðum um hinn þjóðkunna mannvin og sérlegan velgerðar- mann listafólks, Erlend Guðmundsson í Unuhúsi, í Morgunblaðinu 28. febrúar 1947 segir að hann hafi fæðst 31. 5. 1892 í Mjóstræti í Reykjavík en verið alinn upp í Garðastræti 18, Unuhúsi, og búið þar síðan alla ævi. Faðir hans var Guðmundur Jónsson frá Brún í Svartárdal í Húnavatnssýslu en móðir hans, Una Gísladóttir, var fædd á Stóru-Giljá í Húnaþingi. Erlendur var fyrst vikadrengur fyrir fisksala nokkurn, svo búðarþjónn, þá bréfberi, síðan gjaldkeri Lögreglustjóraembættisins og síðast starfsmaður Tollstjóra- embættisins í Reykjavík.1 Erlendur Guðmundsson var rétti maðurinn að leita til þegar íslenskt skáld eða myndlistarmaður þurfti á tengilið að halda milli verks síns og fjármálavafsturs samborgaranna. Hann var sjálfmenntaður og beitti skipulagsviti sínu til aðstoðar vinum úr skáldahópi að koma út bók, eða myndlistarfólki við að setja upp sýningar. Hann sinnti ekki listsköpun á eigin vegum, og ekki er að sjá að hann hafi haft þörf fyrir slíkt sjálfur, en var unnandi lista í öllum birtingarmyndum þeirra og var raunar líka góður skákmaður sem krefst vissrar sköpunargáfu, auk innsæis og ályktunarhæfni. Í tómstundum sínum hélt hann opið hús fyrir listamenn á heimili sínu í Garðastræti, fyrst ásamt móður sinni Unu, og síðan einn eftir lát hennar 1925. Skjólstæðingar hans leituðu til hans um praktískar úrlausnir og hann virðist hafa verið óþreytandi við að greiða götu þeirra. Þannig upplýsti hann til dæmis vin sinn Halldór Laxness um vænlega staði til gistingar í heima- húsum þegar Halldór ferðaðist um landið en af slíkum stöðum hafði hann pata vegna skrifstofuvinnu sinnar hjá tollinum og lögreglunni. Hann leitaði að styrkjum fyrir hönd skjólstæðinga sinna, keypti fyrir þá gjaldeyri fyrir utanlandsferðir og sentist fyrir þá ýmissa smærri erinda. Varðveitt bréf hans eru fá, en margt í sendibréfum til hans vitnar um góða ályktunargáfu hans sem kom sér vel fyrir listafólk sem öllum stundum sinnti innsæi og listsköpun öðrum þörfum fremur. Eins og verkfræðingur að meta vatnsrennsli við frágang brúarstólpa áætlar hann kalt og skýrt í bréfi til vinkonu sinnar Nínu Tryggvadóttur hverjar framtíðarvæntingar listakonan geti gert sér um félagsskap sem boðið hefur henni að halda sýningu í New
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.