Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 108
Þ o r s t e i n n A n t o n s s o n 108 TMM 2012 · 2 uðir að brjótast í því að finna á siðlausum tímum heimspekileg og tilvistarleg rök fyrir hlutskipti manns meðal annarra manna; hvers vegna á ég að hjálpa náunganum í heimi þar sem engin leið er að finna stað hinni hefðbundnu guðshugmynd góðleika og almættis? En hjálpsamur var hann. Bréfin í safni Erlendar eru mörg sem bera með sér þá fullvissu margra samferðarmanna hans, að helst væri til Erlendar að leita þegar að þrengdi og ekkert annað úrræði í sjónmáli. Fáir eru vinir hins snauða, segir hann í einu bréfa sinna til Nínu, og ráðleggur henni að láta ekki á fátækt sinni bera, komist hún hjá því. Það er einmitt af þessum ástæðum sem bréfasafnið er mikilvæg heimild um þjóðþekkta menn meðal annarra bréfavina Erlendar. Flest er þetta fólk löngu gleymt. Fleiri konur skrifa Erlendi en karlar, sem er óvenjulegt þegar um er að ræða bréfasafn karlmanns frá fyrri tíð, en líklega ekki langsótt um svo skilningsríkan mann, þegar að mann- legum þörfum kom; mörgum þeirra reyndist Erlendur sem sá huldumaður er altaristafla Nínu vitnar um. Varla nokkur karlmaður annar en skáldið Steinn Steinarr birtist í þeirri opinberu mynd sem við þekkjum hann af; ekki Þórbergur eða Stefán frá Hvítadal, svo að tveir séu nefndir, sem báðir eiga bréf í safninu. Steinn er samur við sig, jafnvel í Kaupmannahöfn, þegar flest sund virðast lokuð fyrir honum og hann kemst ekki til Svíþjóðar eins og hann hafði ætlað sér, svo naumt er honum orðið um fé. Þá skrifar hann Erlendi og slær hann um 25 kall danskan til að borga fyrir brottfararleyfið, en bréfið er skrifað í þeim hálfkæringslega tóni sem við þekkjum hjá Steini. Erlendur var borgarbarn sem ferðaðist ekki um byggðir landsins nema nauðsyn bæri til, hvað þá óbyggðir. Hann lét sig hafa það að fara austur í Biskupstungur af heilsufarsástæðum á síðustu æviárum sínum, og var þá kominn á grænmetiskúr. Í kurteisisheimsókn í Gljúfrastein til Halldórs og Auðar lýsti hann því áliti sínu við gestgjafana að hörmulega væri fyrir þeim komið að hafa sest að á svo eyðilegum stað. Hann vann mikið alla tíð utan heimilis síns svo haldið yrði við þeim lífsháttum sem hann hafði vanist í Unuhúsi. Sagan segir, að eitthvert sinn hafi Erlendur látið tilleiðast eftir for- tölur að taka sér sumarfrí. Þá hafi hann birgt sig upp með bókum, komið sér fyrir í Hafnarfirði, í risherbergi í Flensborgarskóla, og dvalið þar í viku. Margt hefur verið ritað um tímabilið sem Laxness dvaldi erlendis á ungdómsárum sínum, í allt um áratug, en mestallt er það í molum þegar að hugarfari sjálfs hans kemur. Vitnisburður hans frá þriðja áratug síðustu aldar til einkavinar síns, Erlendar Guðmundssonar í Unuhúsi, um sjálfan sig er á hinn bóginn samfelld saga og þess virði að verði gefin út á bók án frekari umsvifa. Eins og segir í lófastórri bók, tækifærisgjöf sem liggur hér á borðinu hjá mér og ber heitið Vináttan: „Ég leitaði þín og fann mig sjálfan fyrir.“ Tilvísanir 1 Aðeins merkt með bókstaf. 2 Skáldatími, bls. 177.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.