Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 11
10
var sett á oddinn strax í þriðju bylgju femínismans.34 Varla er vafamál
að umræða um kynbundið ofbeldi almennt – ekki bara nauðgunarmenn-
ingu – hefur aukist til muna á þessari öld enda hafa hreyfingar sem eflst
hafa í krafti samfélagsmiðla vakið mikla athygli á að slíkt ofbeldi er þaggað
niður auk þess sem löggæslumenn og dómstólar virðast ekki taka á því sem
skyldi. Dæmi um öfluga hreyfingu af þessu tagi er #MeToo hreyfingin sem
breiddist út á örskömmum tíma þegar leikkonan Alyssa Milano tísti um
kynferðisofbeldi Harveys Weinstein á síðasta ári.35 Í framhaldinu birtu
að minnsta kosti sextán hópar á Íslandi opinberlega frásagnir af kynferð-
islegri áreitni og ofbeldi. Frásögnunum fylgdu áskoranir um að brugð-
ist yrði við ástandinu en undir þær skrifuðu þúsundir kvenna. Áður en
#MeToo hreyfingin kom til hófst brjóstabyltingin svokallaða og efnt var
til druslugöngunnar en hvort tveggja hefur lagt sitt til þess að vitund um
kynferðisofbeldi hefur aukist – svo ekki sé minnst á vitund um ólíka stöðu
karla og kvenna í samfélaginu í heild; stöðu sem lýsir meðal annars af sjálfu
tungumálinu.36 #MeToo hreyfingin, brjóstabyltingin og druslugangan eru
skýr dæmi um áherslur fjórðu bylgju femínismans – en einnig mætti nefna
ýmsa hópa kvenna á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum sem hafa látið
til sín taka.37 Í tengslum við þá hafa orðið fjörugar umræður um hvað
konur – og karlar – gætu leyft sér að segja í lokuðum hópum á Facebook
og annars staðar.38
34 Sama heimild, bls. 2.
35 Aktívistinn T. Burke birti myllumerkið #Metoo á Twitter, fyrst allra árið 2006 til
að styðja við bakið á þolendum kynferðisofbeldis. Það fór svo ekki á flug fyrr en
11 árum síðar.
36 Í bók frá 2013 tekur Kira Cochrane dæmi af ýmsum femínískum aktívistum í Bret-
landi, segir frá reynslunni sem varð til þess að þær urðu femínistar og gerir grein
fyrir því hvað aðgerðir þeirra lögðu til femínisma. Sjá Kira Cochrane, All the Rebel
Women: The rise of the fourth wave of feminism, London: Guardian Books, 2013.
37 Sem dæmi um hóp af þessu tagi má nefna Facebook-kvennahópinn „Aktívismi gegn
nauðgunarmenningu“ en hann var stofnaður 2. júní 2015 „til að skipuleggja frekari
aktívisma í kjölfarið á byltingunni sem átti upphaf sitt á Beauty tips“ en markmið
hans er að „berjast fyrir breytingu á handónýtu, gerendavænu kerfi, rúst[a] því
gamla og byggj[a] nýtt“ eins og segir í upplýsingum um hópinn. Sjá „Aktívismi gegn
nauðgunarmenningu“, Facebook, sótt 12. desember 2018 af https://www.facebook.
com/groups/agnid/.
38 Skemmst er hér að minnast brottrekstrar Kristins Sigurjónssonar úr stöðu lektors
við Háskólann í Reykjavík en hann gerði sig beran að óviðurkvæmilegum ummæl-
um um konur í lokuðum hópi á Facebook, sbr. ritstjórn dv, „Lektor við HR segir
konur eyðileggja vinnustaði karla: „Konur reyna alltaf að troða sér þar sem karl-
menn vinna““, dv, 3. október 2018 [og athugasemdir lesenda], sótt 13. desember
BerGljót SOFFÍA, Guðrún OG SiGrún MArGrét