Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 11

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 11
10 var sett á oddinn strax í þriðju bylgju femínismans.34 Varla er vafamál að umræða um kynbundið ofbeldi almennt – ekki bara nauðgunarmenn- ingu – hefur aukist til muna á þessari öld enda hafa hreyfingar sem eflst hafa í krafti samfélagsmiðla vakið mikla athygli á að slíkt ofbeldi er þaggað niður auk þess sem löggæslumenn og dómstólar virðast ekki taka á því sem skyldi. Dæmi um öfluga hreyfingu af þessu tagi er #MeToo hreyfingin sem breiddist út á örskömmum tíma þegar leikkonan Alyssa Milano tísti um kynferðisofbeldi Harveys Weinstein á síðasta ári.35 Í framhaldinu birtu að minnsta kosti sextán hópar á Íslandi opinberlega frásagnir af kynferð- islegri áreitni og ofbeldi. Frásögnunum fylgdu áskoranir um að brugð- ist yrði við ástandinu en undir þær skrifuðu þúsundir kvenna. Áður en #MeToo hreyfingin kom til hófst brjóstabyltingin svokallaða og efnt var til druslugöngunnar en hvort tveggja hefur lagt sitt til þess að vitund um kynferðisofbeldi hefur aukist – svo ekki sé minnst á vitund um ólíka stöðu karla og kvenna í samfélaginu í heild; stöðu sem lýsir meðal annars af sjálfu tungumálinu.36 #MeToo hreyfingin, brjóstabyltingin og druslugangan eru skýr dæmi um áherslur fjórðu bylgju femínismans – en einnig mætti nefna ýmsa hópa kvenna á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum sem hafa látið til sín taka.37 Í tengslum við þá hafa orðið fjörugar umræður um hvað konur – og karlar – gætu leyft sér að segja í lokuðum hópum á Facebook og annars staðar.38 34 Sama heimild, bls. 2. 35 Aktívistinn T. Burke birti myllumerkið #Metoo á Twitter, fyrst allra árið 2006 til að styðja við bakið á þolendum kynferðisofbeldis. Það fór svo ekki á flug fyrr en 11 árum síðar. 36 Í bók frá 2013 tekur Kira Cochrane dæmi af ýmsum femínískum aktívistum í Bret- landi, segir frá reynslunni sem varð til þess að þær urðu femínistar og gerir grein fyrir því hvað aðgerðir þeirra lögðu til femínisma. Sjá Kira Cochrane, All the Rebel Women: The rise of the fourth wave of feminism, London: Guardian Books, 2013. 37 Sem dæmi um hóp af þessu tagi má nefna Facebook-kvennahópinn „Aktívismi gegn nauðgunarmenningu“ en hann var stofnaður 2. júní 2015 „til að skipuleggja frekari aktívisma í kjölfarið á byltingunni sem átti upphaf sitt á Beauty tips“ en markmið hans er að „berjast fyrir breytingu á handónýtu, gerendavænu kerfi, rúst[a] því gamla og byggj[a] nýtt“ eins og segir í upplýsingum um hópinn. Sjá „Aktívismi gegn nauðgunarmenningu“, Facebook, sótt 12. desember 2018 af https://www.facebook. com/groups/agnid/. 38 Skemmst er hér að minnast brottrekstrar Kristins Sigurjónssonar úr stöðu lektors við Háskólann í Reykjavík en hann gerði sig beran að óviðurkvæmilegum ummæl- um um konur í lokuðum hópi á Facebook, sbr. ritstjórn dv, „Lektor við HR segir konur eyðileggja vinnustaði karla: „Konur reyna alltaf að troða sér þar sem karl- menn vinna““, dv, 3. október 2018 [og athugasemdir lesenda], sótt 13. desember BerGljót SOFFÍA, Guðrún OG SiGrún MArGrét
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.