Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 55

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 55
56 spell eru ekki óalgengt umfjöllunarefni. Kristín fæðir tvö börn, en sjaldn- ast kemur aðeins eitt barn undir í sagnadönsum. Soffía drottning segir frá og gengur eftir því að hið sanna komi í ljós en Valdimar konungur beinir reiði sinni að henni, eftir að hann sjálfur hefur orðið valdur að dauða systur sinnar. Í flestum gerðum kvæðisins kemur ekki fram hvort Burtleifur hafi þurft að gjalda gerða sinna, en Kristín situr uppi með skömmina og geldur fyrir með lífinu. Þetta kvæði eða tilbrigði við það er mjög víða til, um öll Norðurlönd, í Skotlandi, Þýskalandi og Póllandi. Kvæðið er til í sex hand- ritum hér á landi og gerðirnar eru að mörgu leyti ólíkar, en megininntakið er það sama; kóngurinn Valdimar bindur enda á líf systur sinnar vegna skírlífisbrots í þeim öllum. Sænska fræðikonan Ingrid Åkesson sem hefur skrifað um ofbeldi innan sænskra sagnadansa, hefur helst beint sjónum að heiðursmorðum sem eru nokkuð algeng í sænskum kvæðaarfi.29 Í því felst að stúlkur sem brjóta gegn siðalögmáli fjölskyldu sinnar eru teknar af lífi til að vernda heiður fjölskyldunnar. Slík kvæði eru einnig til hér á landi, eins og sést á Soffíukvæði og jafnvel grunur um brot getur leitt til lífláts. Åkesson hefur einnig bent á að kvæðin varðveiti gömul siðalögmál og hug- myndir um samskipti kynjanna, jafnvel frá upphafstíma kvæðanna sjálfra. Í Kvæði af Rögnvaldi og Gunnhildi sem er af svipuðum toga, segir frá frúnni Gunnhildi, sem gefur fólki margvíslegar gjafir.30 „Sumum gaf hún malið gull,/ sumum gaf hún kerin full.“ Rögnvaldi gaf hún rauðan skjöld. Rögnvaldur þakkar fyrir sig með að segja „Heyrðu það Gunnhildur væna/ þú skalt vera mín kvæna“, hvort heldur sem er tvær nætur eða lengur. Gunnhildur hefur ekki áhuga á Rögnvaldi og er auk þess víf sjálfs Þiðriks kóngs. Rögnvaldur bregst við með því að rægja hana við kónginn, segir hana hafa látið lokka sig og að hún hafi legið með erkibiskupnum og fimm riddurum. Þiðrik kóngur tekur í hennar gula lokk og dregur hana fram úr rúminu á hárinu. „Hann barði hana daginn og barði hana tvo“, og fram á miðjan þriðja dag en enginn þorir að skerast í leikinn nema yngstu börnin þeirra tvö. Þau biðja henni vægðar og benda föður sínum á að hann geti látið hana bera járn og troða stál. Hún ber járn og treður stál níu sinnum en járnböndin hrökkva af henni. Hún lætur samt lífið, en Rögnvaldur verður að hundi og stígur niður til vítis, en hún að sprundi, sem líklega merkir að hún hafi aftur fengið stöðu meyjar, og stígur upp til himna. 29 Ingrid Åkesson, „Mord och hor i medeltidsballaderna – en fråga om könsmakt och familjevold“, Noterat 21/2014, bls. 45–67. 30 Vésteinn Ólason, Sagnadansar, bls. 259–262. Umfjöllun um kvæðið í The Traditional Ballads of Iceland, bls. 162–171. IngIbjörg EyþórsdóttIr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.