Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 182
188
dag á hann sinn sess á sýningum og umfjöllun um norræna aldamótalist.6
Þær viðtökur sem Þórarinn hefur fengið og sú fjölbreytilega túlkun sem
verk hans hafa hlotið er áhugaverð. Í túlkuninni má greina ákveðinn kjarna
sem heldur sér – og tengist verkunum sjálfum – en sú afstaða sem verkin
eru túlkuð út frá hefur tekið miklum breytingum. Það er þessvegna sem
rannsókn á þeim viðtökum sem verk Þórarins hafa fengið er ein leið til að
skoða hvernig afstaða til íslenskrar myndlistar hefur tekið breytingum í
tímanna rás.
Myndlist Þórarins er sérstök innan íslenskrar listasögu. Í upphafi ber
hann merki þess stíls sem hann þróaði með sér á námsárunum í Danmörku,
stíls sem á margt sammerkt með því sem átti sér stað í danskri list um
aldamótin 1900. Persónuleg einkenni Þórarins má þó strax þá greina í
litabeitingu og hófstilltri afstöðu hans til viðfangsefnisins, sem var oftast
íslenskt landslag. Upp úr 1905 og fram á annan áratug aldarinnar eykst
hróður hans verulega í íslensku listalífi. Hann selur stórt verk, Áníngu,
sem verður eign Listasafns Íslands og hann fær mikilvæg opinber verkefni.
Meðal þeirra var mynd í tilefni af konungskomu Friðriks VIII árið 1907,
að taka þátt í að hanna nýjan íslenskan fána og að mála mynd af fánanum
blaktandi fyrir ofan Alþingishúsið árið 1915. Á þessum árum má því segja
að hann hafi notið stöðu opinbers listamanns. Þrátt fyrir þetta, eða vegna
þessa, halda upphaflegar áherslur í myndlist Þórarins sér fram á miðjan
annan áratug aldarinnar, í tiltölulega formlegum og nokkuð stífum stíl.
Upp úr 1915 má greina markverðar breytingar í list hans, breytingar sem
lýsa sér í sterkari tjáningu í ætt við expressjónisma. Það sem þó einkennir
list Þórarins í heild er afstaða hans til myndefnisins. Ólíkt mörgum sam
tímamönnum sínum vann hann myndirnar gjarnan í stúdíói og nýtti sér
fyrirmyndir á skissum og ljósmyndum. Myndir hans eru því í reynd hug
myndir um landslag og ásýnd þess, fremur en beinskeytt skoðun á því sem
blasti við. Það er þessi ídólísering á landslaginu, hvernig það er umritað í
táknmynd síns sjálfs, sem þeir sem ræða verk hans hafa túlkað ýmist sem
rómantík eða þjóðernishyggju. Það er þessi sama ídólísering sem seinni
tíma listamenn, eins og Georg Guðni, hafa tekið upp og gert að nýrri sýn
á íslenskt landslag og íslenska landslagskennd.
6 Sjá meðal annars nýja ítarlega bók um norræna aldamótalist: Katharina Alsen og
Annika Landmann, Nordische Malerei: im Licht der Moderne, München: Prestel,
2016.
Hlynur Helgason