Úrval - 01.10.1947, Page 17
iBÚAR suðurheimskautslandanna
15
gæsalegstað er að finna. Það er
einn af leyndardómum náttúr-
unnar, hvaða eðlishvöt rekur
mörgæsirnar til slíks legstaðar.
Það er áreiðanlega vottur um
mjög þroskaða félagshyggju og
happasælt samlíf, sem er sjald-
gæft meðal dýra. Mörgæsirnar
lifa við ákaflega erfið veðurfars-
skilyrði, og þær hafa skapað sér
einfalt sameignarskipulag. Þær
berjast aldrei innbyrðis, þær
misþyrma aldrei veikum félög-
um, eins og algengt er meðal
annarra fugla. Félagshvatir
þeirra eru mjög þroskaðar og
þær sýna mikla umhyggju og
ástúð.
Þessi íbúar suðurheimskauts-
svæðisins hafa skapað menn-
ingu, sem mannkynið gæti lært
mikið af.
OO -A" oo
Fuglar í hreiðri.
Enskir strætisvagnar eru margir tveggja hæða. Einn slíkur
vagn í London nam staðar á áætlunarstað og miðaldra maður í
góðum holdum kom niður stigann með telpukrakka í fanginu.
Hann lagði byrði sína varlega frá sér á gangstéttarbrúnina,
fór upp á efri hæð vagnsins aftur og kom niður með lítinn hund
og setti hann við hliðina á barninu. Enn fór hann upp og kom
nú niður með annað barn, sem hann setti við hliðina á hundin-
um. 1 fjórða sinn fór hann upp og kom niður með þriðja bamið.
Farþegarnir fylgdust með þessum aðförum mannsins af
athygli, og þegar hann birtist með þriðja bamið i stiganum, varð
einum þeirra að orði: „Svei mér ef ég held ekki að hann hafi
hreiður þama uppi!“
New Zealand Weekly News.