Úrval - 01.10.1947, Page 45
SVÆFINGAR VIÐ SJÚKDÓMUM
43
Hinir fjórir kettirnir voru
svæfðir í rúman klukkutíma
nógu lengi til þess, að líkaminn
gæti losað sig við eitrið meðan
þeir voru í dái. Þegar þeir vökn-
uðu, var eitrið horfið, og hafði
ekki haft nein slæm áhrif.
1 tilraunum með áhrif svæf-
ingar á flogaveiki, tókst Galkin
og aðstoðarmönnum hans að
lækna flogaveiki eftir 18'. flogið,
en undir venjulegum kringum-
stæðum hefði veikin þá verið
talin ólæknandi. Kötturinn var
meðvitundarlaus í 3^2 klukku-
stund. Þegar hann raknaði við,
kom í Ijós, að heilaáverkarnir,
sem hin 18 flog höfðu valdið,
voru algerlega horfnir.
Nú eru vísindamennirnir að
rannsaka áhrif svæfingar á
lungnabólgu og gigt.
'k ~k 'k
Óskhugsun.
„Hefur hann nokkuð minnst á hjónaband?" spyr vinkonan.
„Aðeins óbeint," anzar heimasætan. „Hann sagði, að eina
ástæðan til þess að hann reykti aldrei pipu væri sú, að hann
gæti ekki fengið að reyna hana áður en hann keypti hana.“
— Portrait in Black.
Allur er varinn góður.
Þegar ljóst varð, að Patrick Clancy átti skammt eftir ólifað,
var sent eftir séra Flanagan svo að hann gæti veitt honum
síðasta sakramentið. Patrick hafði ekki verið tíður kirkjugestur
um dagana og þótti heldur mikið upp á heiminn.
„Pat,“ sagði séra Flanagan, „þú hefur bakað mér marga
raunastund um æfina, en ég veit, að þú ert góður maður inn
við beinið. Nú þegar dauðinn nálgast ertu þá viðbúinn að veita
guði móttöku og afneita djöflinum?“
Patrick var hugsi um stund, en svo sagði hann: „Prestur
minn góður, mér er mikil gleði að því að veita guði móttöku,
en eins og á stendur tel ég ekki ráðlegt að móðga neinn.“
— Bennett Cerf í „Reader’s Digest".
e*