Úrval - 01.10.1947, Page 54

Úrval - 01.10.1947, Page 54
52 tJRVAL yður,“ sagði landstjórinn. „En þér gætuð reynt að hafa með yður dálítið af súkkulaði og vindlingum. Þér munuð furða yður á, hve mikils jafnvel hin- ir tignustu meta svo fágætan varning.“ Hann símaði til krónprinsins fyrir mig. „Ég er að ónáða yður, yðar hágöfgi, vegna amerísks blaða- manns, sem gjarnan vildi fá við- tal við yður.“ „Því miður ... önnum kafinn ... reyndar að fara að heiman eftir tuttugu mínútur ...“ „Það hittist illa á. Maður þessi er kominn beint frá New York til þess að ná tali af yður. Hann langar til að færa yður úrvals- súkkulaði, amerískt, og vindl- inga.“ „IJr því að svo er, er ef til vill ...“ Andartaki síðar var ég á leið til Hecklingen, þar sem krón- prinsinn býr. Hann tekur aðdá- un smábændanna og leikfanga- gerðarmannanna þar í sveit sem sjálfsögðum hlut og þiggur lotn- ingarmerki þeirra í fleski, eggj- um, alifuglum og öðru fágætu lostæti með konunglegu lítillæti. Á hæð einni fyrir ofan litla þorpið stendur veiðiskáli prins- ins eins og fornt vígi, ákjósan- lega settur, miðað við þann til- gang, sem hann var reistur í. Hann var afskekktur og skógur- inn huldi hann forvitnisaugum náungans. Reyndist hann prins- inum tilvalið athvarf, og á yngri og hamingjusamari árum sínum leitaði hann þangað með hinar mörgu ástmeyjar sínar. Nú orð- ið er ljóminn farinn af því öllu, þótt ekki sé nema vegna hins litla kolaskammts, sem frönsku yfirvöldin láta honum í té. Kvartanir hans leiddu loks til þess, að franski landstjórinn tók eignarnámi landsetur iðju- höldsins Friederichs Wollfs í útjaðri bæjarins — hús með nú- tímasniði og vel búið húsgögn- um. Þar hitti ég hann. Þjónn vísaði mér leið inn í lessal prinsins. Hans hágöfgi var þegar farinn að reykja einn af vindlingunum, sem ég hafði sent inn til hans. Hann hélt á kass- anum í vinstri hendi, um leið og hann rétti mér þá hægri og heils- aði mér vingjarnlega. Hann tal- aði ensku reiprennandi. Klædd- ur var hann gráum pokabuxum, gráum ullarsokkum og sport- skóm. Ég vissi, að hann var 63 ára, og sá nú, að útlit hans bar fyllilega vott um þann aldur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.