Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 67
AÐ LIFA 1 SAMRÆMI VIÐ NÁTTÚRUNA
65.
þessu lögmáli er að finna til-
gang lífsins og dauðans, lífsins
í dauðanum.
I fyrsta skipti sem ég heyrði
um þetta, fannst mér mikið til
um það, og svo er enn. Það er
ekkert auðveldara en að dreifa
kemiskum efnum úr poka í
garðinn sinn og fá fljóta og
verðmæta uppskeru í nokkur
ár. En ef þú ert ánægður
með þetta og hirðir ekki um
að næra þær biljónir lífvera,
sem eru sjálfur hinn lifandi
jarðjvegur, veikist frjómoldin
— og deyr ef til vill. Og jafn-
auðvelt virðist mér muni vera
að fara eins með mennina — að
fita þá með efnislegum gæðum
og dásamlegum uppfinningum
— úr poka, ef svo mætti segja
— og gleyma jarðveginum, sem
þeir vaxa upp úr.
Hver jarðvegurinn er, sem
mannkynið sprettur upp af,
hver vaxtarskilyrði þess eru,
veit ég ekki með vissu. Allir
hafa sínar eigin hugmyndir um
það: það er að segja allir, sem
hafa hreinsað augu sín nægilega
til að geta séð eitthvert sam-
hengi og vit í öllu þessu — ein-
hvern tilgang. Og allir hafa
sína aðferð við að skerpa sjón-
ina. Mín aðferð er, eins og fyrr
getur, sú, að fara niður að á,
eða upp á fjall eða taka til
hendi í garðinum mínum. Þann-
ig geta menn læknað mein sín,.
grætt brotin bein, skerpt sjón-
ina. Það er ein aðferðin: að
veita sér öðru hverju þann un-
að að finna æðaslög lífsins,
vera hluti af því, þátttakandi í
vexti þess. Ef þú segir, að það
sé að lifa eins og hæna á eggj-
um eða kálhöfuð, þá svara ég
því til, að það sé undir því kom-
ið, hvað þú hefur upp úr því.
Mér finnst það nógu góð að-
ferð til að njóta lífsins. Það er
staðreynd, að margir okkar,
sem andstyggð höfum á styrj-
öldum, höfðum á vissan hátt
nautn af styrjaldarlífinu. Því
að hvað sem öðru leið, ríkti þar
ekki sjálfselska. Tilgangur okk-
ar var ótvíræður: Við ætluð-
um að vinna stríðið. Og það
kom mér mjög á óvart, að eftir
að ég losnaði úr hernum, fannst
mér í fyrstu sem ég hefði fleygt
frá mér tilgangi lífs míns með
hermannafötunum. Það tók
mig nokkurn tíma að finna nýj-
an tilgang, og ég varð að fara
upp í sveit til að finna hann, til
að læra að njóta lífsins aftur.
°o ★ <x>