Úrval - 01.10.1947, Page 116
114
TJ'RVALi
ur það fyrir ekki, og ég er að
glata skarpskyggninni, sem ég
hafði, þegar ég var á sjónum.
Ég hefi nýlega eignast ágæt-
an vin. Hann er ákaflega
óáreiðanlegur í fjármálum og
heldur sjaldan loforð sín, en er
þó gagnheiðarlegur undir niðri.
Ég er stórhrifinn af honum og
við störfum mikið saman. Hann
er eldfljótur að átta sig og
skyndiákvarðanir hans reynast
ávallt réttar. Hann er að sumu
leyti dálítið hrottalegur, og það
fælir mann frá honum í fyrstu,
en í rauninni er hann ekkert
annað en ofstækisfullur piltur,
sem tímarnir hafa náð tökum á
og sogað niður í hringiðuna,
sem við lifum öll í.
Það hefir komið mikið fyrir
mig síðan ég sat hér síðast og
skrifaði þér. Nokkrir af vinum
mínum hafa gerzt liðhlaupar
undanfarna daga og það hefir
eðlilega valdið nokkrum kvíða
meðal okkar hinna.
Þinn Kím.
VI.
Hinn 19. desember 1944 var Kím
handtekinn í ibúð nokkurri í Clas-
sensgötu, ásamt tveim félögum sín-
um. Hann var vopnlaus og með eigið
vegabréf og skilríki á sér.
Vestra fangelsi, klefi 252.
21. des. 1944.
Kæra mamma.
Mér líður ágætlega og kann
betur við þetta nýja líf mitt en
ég hafði vænzt. Umhverfið og
áhrifin eru óneitanlega ný,
en eflaust mjög þroskandi. —
Ég hefi þessa dagana ver-
ið að hugsa um, hve yndis-
legt var að búa hjá þér og njóta
unaðar heimilislífsins. Ég hefi
líka verið að hugsa um og óska
þess, að þú værir eins róleg og
örugg og ég er. Það er svo
margt, sem maður kemur ekki
auga á fyrr en leiðir skiljast.
— Ég er í klefa með fimm öðr-
um og við ræðum um allt milli
himins og jarðar. Mér hefir
verið leyft að lesa og reykja, og
mig langar til að geta notfært
mér það. Þið skuluð vera róleg,
það líður ekki á löngu, þar til
ég verð kominn heim til ykkar
aftur.
Ég óska ykkur gleðilegra jóla
og góðs árs, verið hughraust
og látið ekki hugsunina um mig
eyðileggja gleði ykkar. Ég full-
vissa ykkur um það, að hugs-
unin um ykkur er mér þung-
bærust.
Þakka sendinguna og kveðj-
una. Ykkar Kím.