Úrval - 01.10.1947, Síða 126
124
ÚRVALi
líkamleg áhrif á mann. Allt í
einu langaði mig til að rissa
eitthvað. Ég stóð upp og fór að
rispa á vegginn. Ég teiknaði
bónda, sem stóð við gaddavírs-
girðingu. Ég settist, stóð upp
og lagfærði myndina, settist aft-
ur og fann, að þetta var bezta
teikningin mín.
Ég vann að henni allan dag-
inn. En mér misheppnaðist stöð-
ugt, hvernig sem ég beitti í-
myndunaraflinu. Loks þurrkaði
ég allt út, og síðan hefi ég við-
bjóð á að teikna —
Síðan hefi ég verið að hugsa
um, það sem fyrir mig hefir
komið, og hve eftirtektarvert
það sé. Rétt á eftir varð ég
gagntekin af slíkum fögnuði og
sigurgleði, að ég var sem steini
lostinn. Það var eins og sálin
losnaði úr líkamanum. Ég skildi
allt í einu, hve styrkur minn
er mikill (ef til vill síðasta til-
raun til að hressa mig upp).
Þegar sálin kom af tur í líkamann,
var líkast því sem hugur minn
byggi yfir öllum fögnuði heims-
ins, en þegar víman rann af mér,
kom afturkastið. Ég tók eftir
því, að hendur mínar titruðu og
það var eins og strengur hefði
brostið í hjarta mínu. Og þó
var ég rólegur og hugur minn
eins styrkur og nokkru sinni
fyrr.
Samt sem áður, og án þess
að ég finni til hræðslu, slær
hjarta mitt hraðara, ef einhver
staðnæmist fyrir utan klefa-
dymar. Þetta er líkamlegt við-
bragð, enda þótt það sé skynjun
ein sem veldur því.
Ég hefi öðlazt dýpri skilning
á Jesú. Það er biðin, sem er
reynslustundin. Ég fullyrði, að
það að vera naglrekinn gegnum
hendurnar og að deyja á krossi
er ekkert annað en ósjáifráð
athöfn, sem skapar slíka sælu-
tilfinningu í sál manns, að annað
kemst þar ekki til jafns. En af
biðinni í garðinum drýpur rautt
blóð.
Og það, sem er enn markverð-
ara. Ég fann ekki til haturs.
Það kom eitthvað fyrir líkama
minn, en það var líkami drengs,
og brást við sem slíkur, en andi
minn hugði að allt öðru.
Og ég hefi lært af einverunni.
Það er eins og maður sé komin
ofan á klöpp, þessa klöpp, sem
annars er þakin eigingirni, hé-
gómaskap, ást og öðrum þáttum
daglega lífsins. Klöppin er nak-
in og ber, hún vill hafa hulu
yfir sér. Ef fleiri eru saman,
er áhugamál þeirra og samræð-