Úrval - 01.12.1947, Page 23

Úrval - 01.12.1947, Page 23
HJÁTKtT SJÓMANNA 21 flotastjórnin hafi einu sinni ætlað að ganga að þessari hjátrú dauðri. Það lét byggja skip, skírði það Frjádag (Friday) og hleypti því af stokkunum á föstudegi. Skipstjóri var valinn maður að nafni Frjádagur, og skipið fór í jómfrúferð sína á föstudegi. Síðan hefur ekkert til þess spurzt. Trúin á draugaskip er einnig mjög útbreidd. Kunnast þeirra er án efa „Hollendingurinn fljúgandi." Sagan af honum er til í mörgum útgáfum, en í meg- inatriðum segir hún f rá ólánsöm- um sjómanni, sem dæmdur er til að sigla um úthöfin til eilífðar. Hún er hliðstæð hinni alkunnu sögu um Gyðinginn gangandi. í einni útgáfunni segir frá harð- fengum, hollenzkum skipstjóra, sem fékk mótvind og neyddist til þess að sigla beitivind vikum saman án þess nokkuð miðaði áfram. Loks missti hann þolin- mæðina og sór við nafn djöf- ulsins, að hann skyldi ná landi þó að hann yrði að sigla beiti- vind til dómsdags. Þessar óguð- legu særingar hans voru þegar skráðar eldstöfum á himininn, og segir sagan að æ síðan komi það fyrir í vondum veðrum, að sjómenn sjái hið hásiglda skip hins bannfærða skipstjóra sigla á móti vindi og veðri, þegar önn- ur skip sigla með rifuð segl. Þessi þjóðsaga hefur orðið yrkisefni margra skálda. Hinn kunni sjóferðasöguhöfundur Marryat hefur gert um hana skáldsögu, og Richard Wagner óperu. Margir sjómenn telja sig raunverulega hafa séð „Holl- endinginn fljúgandi." Ýmiskonar hjátrúafullar at- hafnir eru bundnar við skírn og flotsetningu skipa. Að brjóta vínflösku á stefni skips um leið og það er skírt, er ævaforn at- höfn, frá þeim tíma þegar skip- in voru tileinkuð einhverju goði og því færð dreypifórn þeg- ar skipinu var hleypt af stokk- unum. Stundum voru fangar eða þrælar teknir af lífi og blóði þeirra stökkt á hlunnana. Nú á tímum er þetta skírnarathöfn, og flestir sjómenn trúa því, að skipi, sem ekki hefur hlotið rétta skírn, sé stöðug hætta bú- in. Þegar um kaupfar eða fiski- skip er að ræða, er kampavíns- flaska brotin á stefni þess, og gerir það sá, sem valinn hefur verið til að skíra skipið; lætur hann þá jafnframt í ljós ósk um farsæld fyrir alla, sem sigla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.