Úrval - 01.12.1947, Síða 26
24
URVAL,
sú staðreynd, að myndirnar eru
þarna. Fólk, sem hefur veggi,
hefur líka myndir. Þeir, sem fá
veggi, munu einnig hengja
myndir á þá. Ef við berum fyrir
brjósti ánægjuna á heimilun-
um, er eðlilegt að við spyrjum:
Hvernig getum við hjálpað því
fólki, sem reynir að leita sér á-
nægju í listinni, en skortir sjálft
skilyrði til að velja og hafna af
því, sem í boði er?
Það er útbreidd skoðun, að
listaverk séu aðeins þau mál-
verk, sem „líkjast“ fyrirmynd-
inni. Kýr og blómsturpottar og
sólsetur sé hámark skapandi
listar. Nýtízkumálarar séu
klessumálarar, sem ekki máli
„náttúrlega" og vinni markvíst
að því að mála einhverjar
hringavitleysur, sem fávíst fólk
lætur glepjast af.
Það er gamla sagan um vana-
skepnuna og fjallið í dálítið
breyttri útgáfu. Þegar um er að
ræða málaralist, heldur fólk, að
náttúrustefnan hafi í eitt skipti
fyrir öll leyst öll vandamál list-
arinnar. Oft er þessi skoðun
byggð á þeim misskilningi, að
þróun listarinnar frá upphafi
vega hafi verið óslitin viðleitni
til að ná sem „náttúrlegastri"
eftirlíkingu af fyrirmyndinni.
En þannig er það ekki. Náttúru-
stefnan hefur komið og farið og
komið aftur, en allt í allt eru
það ekki margar aldir, sem hún
hefur sett svip sinn á.
Auðvitað hafa margir nátt-
úrustefnumálarar málað góð og
gild listaverk, en það er mikill
munur á að viðurkenna slíkt eða
að útnefna þá sem hina einu
sönnu listamenn.
Sérhvert listaverk er mótað af
samtíð sinni, alveg á sama hátt
og við mennirnir. Tímarnir sem
við lifum á eru óskipulegir og
fullir af andstæðum. Þetta end-
urspeglast einnig í listinni. Það
er engum gefið að segja fyrir
urn það með öruggri vissu, hvað
lifa muni áfram, og hvað muni
falla í gleymsku.
En eitt er hægt að segja með
vissu: mest af þeirri list, sem nú
er selt í rammaverzlununum
víðsvegar um landið, hefur aldr-
ei verið og verður aldrei list.
Það er ekki fólkinu að kenna,
að listaþróun síðustu alda hefur
farið fram hjá því. Skólarnir
bera sinn hluta af ábyrgðinni,
fjárhagsástæður hafa ráðið hjá
einstaklingunum og fordómar
gegn öllu nýju, allar breytingar
hafa dafnað í skjóli glansmynda
og lélegra eftirlíkinga, sem