Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 34
32
tJRVAL
gegn því vopni, sem lagt getur
menningu okkar í auðn.
Varnir okkar eru ekki fólgn-
ar í vígbúnaði, ekki í vísindum
og ekki í hellum. Eina vörnin
er lög og réttur.
Héðan í frá verður utanríkis-
stefna allra þjóða að miðast við
eitt sjónarmið: stefnir hún að
því að koma á lögum og rétti,
eða leiðir hún okkur út í stjórn-
leysi og dauða?
Ég trúi því ekki að við getum
búið okkur undir styrjöld sam-
tímis því sem við leggjum grund-
völlinn að nýju heimsskipulagi.
Mannkynið hefur fengið í hend-
ur vopn, sem það getur framið
sjálfsmorð með. Ef við aukum
hleðsluna í vopninu, aukum við
um leið líkurnar fyrir slysi.
Við skulum sem snöggvast
virða fyrir okkur ástandið í
utanríkismálum þjóðanna eins
og það er nú, og minnast þess
jafnframt, að mikilvægast af
öllu er að koma í veg fyrir slys-
ið. Og við skulum byrja á Ame-
ríku. Stríðið, sem byrjaði með
því að Þýzkaland notaði sterk-
ari vopn en áður þekktust gegn
konum og börnum, lauk með
því að Bandarikin notuðu langt-
lun öflugra vopn, sem í einu vet-
fangi drap þúsundir manna.
Margir menn í öðrum löndum
horfa nú með tortryggni til
Ameríku, ekki einungis af því að
hún býr ein yfir leyndarmáli
kjarnorkusprengjunnar, heldur
einnig af því að þeir óttast að
Ameríka gerist heimsvaldasinn-
uð. Ég hef sjálfur borið þann
ugg í brjósti.
Þeir myndu kannske ekki ótt-
ast okkur Ameríkumenn, ef þeir
þekktu okkur eins og við þekkj-
um hvern annan. En í öðrum
löndum vita menn, að þjóð get-
ur orðið ölvuð af sigri. Hvílík-
um hörmungum hefði það ekki
firrt mannkynið, ef Þjóðverjar
hefðu ekki sigrað árið 1870.
Við höldum áfram að búa til
sprengjur, og sprengjurnar
vekja tortryggni. Við geymum
leyndarmálið, og leyndin eykur
tortryggnina. Ég tel ekki, að við
eigum að opinbera heiminum
leyndarmál kjarnorkusprengj-
unnar nú. En gerum við það
sem við getum til að skapa heim,
þar sem ekki er not fyrir leynd-
armál eða sprengjur, heim, þar
sem mennirnir og vísindin geta
verið frjáls?
Á meðan við tortryggjum
Rússa fyrir leynd og þeir okkur,
göngum við saman út í ógæf-
una.