Úrval - 01.12.1947, Síða 97

Úrval - 01.12.1947, Síða 97
OSCAR WILDE 95. klukkustund. Er hann nokkuð minni bjáni fyrir það?“ „Gildi símans er gildi orð- anna, sem hann flytur.“ Hann var heldur ekki hrifinn af náttúruundrum Vesturheims. Hann lýsti Niagarafossunum á þá leið, ,,að þeir væru aðeins geysimikið, óþarft vatnsmagn, sem rynni ranga leið og félli fram af óþörfum hömrum.“ „En þér verðið þó að viðurkenna, að fossarnir eru dásamlegir?“ spurði einhver. „Þeir væru dá- samlegir, ef vatnið rynni ekki fram af brúninni," svaraði hann. „Það er siður að fara með all- ar amerískar brúðir þangað,“ sagði hann síðar, „og það hljóta að vera einhver fyrstu og sár- ustu vonbrigðin í bandarísku hjúskaparlífi, að horfa á þessa óskaplegu fossa.“ Á ferðalagi sínu um Banda- ríkin ók hann ávallt í vagni ásamt svertingja, sem hann hafði tekið í þjónustu sína. Kvenfólk f lykktist til hans hvað- anæva og beið hans, hvar sem hann fór. I borgum á austurströndinni var hann jafnan mjög vel bú- inn, málaði sig í framan, áður en hann hélt fyrirlestra sína og litaði stundum hár sitt. En á leiðinni til San Franciseo klædd- ist hann óbrotnum fötum og lagði dálítið af tilgerðinni á hill- una, því að hann bjóst við, að kúrekunum myndi ekki geðjast vel að henni. Áður en hann lagði í förina vestur yfir Klettafjöll- in, hugði hann að vestur þar byggju aðeins kúrekar, rauð- skinnar og útlagar. En þrátt fyrir erfitt ferðalag, var hann hrifinn af Klettafjöllunum, og hvergi fekk hann betri viðtökur en í San Francisco. Þar, eins og annars staðar, sagði hann áheyrendum sínum, að málverk ættu að hengjast á vegg þannig, að þau væru í sömu hæð og augu áhorfandans: „Ég furðaði mig í fyrstu á þeim sið Bandaríkjamanna, að hengja myndir upp undir loft. Það var ekki fyrr en ég sá, hvað mynd- irnar voru lélegar, að ég skildi og kunni að meta þennan sið.“ En hann var rödd hrópandans í eyðimörkinni. „Listþekking var á svo lágu stigi vestan Klettafjalla, að listunnandi einn — sem áður hafði verið náma- maður— fór í mál við járnbraut- arfélag eitt vegna skemmda á gibsstyttu af Venusi frá Milo,. sem hann hafði flutt inn frá París, — það vantaði sem sé á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.