Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 97
OSCAR WILDE
95.
klukkustund. Er hann nokkuð
minni bjáni fyrir það?“
„Gildi símans er gildi orð-
anna, sem hann flytur.“
Hann var heldur ekki hrifinn
af náttúruundrum Vesturheims.
Hann lýsti Niagarafossunum á
þá leið, ,,að þeir væru aðeins
geysimikið, óþarft vatnsmagn,
sem rynni ranga leið og félli
fram af óþörfum hömrum.“ „En
þér verðið þó að viðurkenna, að
fossarnir eru dásamlegir?“
spurði einhver. „Þeir væru dá-
samlegir, ef vatnið rynni ekki
fram af brúninni," svaraði hann.
„Það er siður að fara með all-
ar amerískar brúðir þangað,“
sagði hann síðar, „og það hljóta
að vera einhver fyrstu og sár-
ustu vonbrigðin í bandarísku
hjúskaparlífi, að horfa á þessa
óskaplegu fossa.“
Á ferðalagi sínu um Banda-
ríkin ók hann ávallt í vagni
ásamt svertingja, sem hann
hafði tekið í þjónustu sína.
Kvenfólk f lykktist til hans hvað-
anæva og beið hans, hvar sem
hann fór.
I borgum á austurströndinni
var hann jafnan mjög vel bú-
inn, málaði sig í framan, áður
en hann hélt fyrirlestra sína og
litaði stundum hár sitt. En á
leiðinni til San Franciseo klædd-
ist hann óbrotnum fötum og
lagði dálítið af tilgerðinni á hill-
una, því að hann bjóst við, að
kúrekunum myndi ekki geðjast
vel að henni. Áður en hann lagði
í förina vestur yfir Klettafjöll-
in, hugði hann að vestur þar
byggju aðeins kúrekar, rauð-
skinnar og útlagar. En þrátt
fyrir erfitt ferðalag, var hann
hrifinn af Klettafjöllunum, og
hvergi fekk hann betri viðtökur
en í San Francisco.
Þar, eins og annars staðar,
sagði hann áheyrendum sínum,
að málverk ættu að hengjast á
vegg þannig, að þau væru í sömu
hæð og augu áhorfandans: „Ég
furðaði mig í fyrstu á þeim sið
Bandaríkjamanna, að hengja
myndir upp undir loft. Það var
ekki fyrr en ég sá, hvað mynd-
irnar voru lélegar, að ég skildi
og kunni að meta þennan sið.“
En hann var rödd hrópandans
í eyðimörkinni. „Listþekking
var á svo lágu stigi vestan
Klettafjalla, að listunnandi einn
— sem áður hafði verið náma-
maður— fór í mál við járnbraut-
arfélag eitt vegna skemmda á
gibsstyttu af Venusi frá Milo,.
sem hann hafði flutt inn frá
París, — það vantaði sem sé á