Úrval - 01.12.1947, Side 107

Úrval - 01.12.1947, Side 107
OSCAR WIL.DE 105 hafði látið sér nægja að klæða líkama sinn sérkennilegum flík- um, var áratug síðar farinn að klæða hugsanir sínar í ein- kennilegt og undursamlegt mál. Hann var enn að leika hlutverk, en snilligáfa hans gekk svo ger- samlega upp í því, að honum hafði tekizt að skapa persónu, sem aldrei áður hafði átt sinn líka í opinberu lífi. Hann var eins og skapaður í þetta hiut- verk; í því kom lífsviðhorf hans skýrt fram og þar birtist lífs- gleði, góðvild og hispursleysi hans. Segja má, að þetta hafi verið hlutverk, leikið af barni með hugmyndaflug skálds, gáf- ur fyndins manns og leikni leik- ara. En auk sköpunargáfunnar voru honum gefnir aðrir hæfi- leikar, sem gerðu hann að áhrifamiklum ræðumanni: stál- minni og fögur rödd. Það sem menn kalla snilligáfu, byggist að sjötíu hundraðshlutum á góðu minni. Wilde hafði þann einkennilega hæfileika, að geta lesið tvær blaðsíður í skáldsögu í einu; hann sá þær eins og mynd og hún endurspeglaðist svo skjótt og nákvæmlega í huga hans, að hann gat eftir á sagt frá efninu í smáatriðum, enda þótt hann læsi svo hratt, að hann hef ði varla við að fletta. Margir hafa vottað um þessa frábæru gáfu, en vitnisburður W. B. Maxwells nægir: „Við opnuðum bók á fyrstu síðu, lögðum hana á borðið og þyrpt- umst kringum Wilde. Ég heid, að það hafi verið þriðja bindið af þriggja binda skáldsögu. Hann fletti blöðunum, fyrst hratt, en svo hraðar og hraðar, og síðan hægar aftur, undir bók- arlok. Við tókum ekki tímann, en hann var áreiðanlega ekki leng- ur en þrjár mínútur að blaða. í bókinni. Hann lokaði bókinni, rétti okkur hana til athugunar og beið þess brosandi, að við spyrðum hann út úr. Hann stóðst prófið, án þess að svara ranglega í eitt einasta skipti. Hann hafði ekki aðeins alla sög- una í höfðinu, heldur gat hann komið með orðréttar klausur úr henni. Sumir segja, að Oscar Wilde hafi haft sömu „gullröddina“ og leikkonan Sarah Bernhardt, og það getur verið að hann hafi stælt hana. Að minnsta kosti var rödd hans ákaflega hreim- fögur, svo að hún lét í eyrum eins og músik, sem var ávallt í fullu samræmi við orðin, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.