Úrval - 01.12.1947, Síða 112
110
orvali
smjöttuðu á orðskviðum hans,
átu og drukku á kostnað hans
°g þágu peninga, vindlinga-
hylki, silfurnælur og hvað eina,
fyrir smjaðrið og skjallið. Eftir
því sem gengi hans óx, barst
hann meira á, og hatrið til
hans, sem brauzt úr í ljósum loga
vorið 1895 og ofsótti hann upp
frá því til dauðadags, átti að
sumu leyti rót sína að rekja til
þessara velgengnisára. Þó að
hann væri aufúsugestur í sam-
kvæmissölum hefðarfólksins og
það dekraði við hann á allar
lundir, öfundaðist það þó yfir
frægð hans og logaði af gremju
yfir því, hve hann var ósvífinn
og óháður í hugsun og athöfn-
um.
Því meir sem andlegt jafn-
vægi Wildes raskaðist, þeim
mun meiri hörku og ögrunar
varð vart í framkomu hans, og
honum hrakaði einnig líkam-
lega. Hann varð svolalegur og
þrútinn og það var eins og hann
væri flogaveikur; æðarnar
tútnuðu út á enni hans og hon-
um var þungt um andardrátt.
Og það sem verst var af öllu,
honum leiddist. Enda þótt ekk-
ert leikrit kæmi frá hans hendi
árið 1894, voru tekjur hans þó
um átta þúsund sterlingspund,
og þegar hann fór akandi úr
einum staðnum til annars,
komst hann ekki út úr létta-
vagninum nema með erfiðis-
munum.
Leikritið An Ideal Husband.
(Fyrirmyndar eiginmaður) var
fyrst sýnt 3. janúar 1895 og
ágætlega tekið. Prinsinn af
Wales var viðstaddur og óskaði
hann höfundinum til hamingju
með leikritið. Wilde kvaðst
verða að stytta það, þar sem það
væri of langt. „Þér megið ekki
sleppa einu einasta orði,“ sagði
prinsinn. Og það gaf enginn
leti Oscars Wilde undir fótinn
án árangurs.
The Importance of Being
Earnest. hóf sigurför sína um
leiksviðin 14. febrúar 1895. Við-
tökurnar, sem það fékk eiga
vart sinn líka, og eftir sýning-
una ætlaði fagnaðarlátum
áhorfendanna aldrei að linna.
Þegar tjaldið var fallið, fór
Wilde á fund Alexanders, sem
var bæði leikari og leikstjóri:
„Nú, hvernig leizt þér á?“
spurði Alexander og ljómaði
allur af ánægju „Góði Alec, það
var yndislegt," svaraði Wilde.
„Og á ég að segja þér nokkuð:
leikurinn minnti mig öðru hvoru
á leikrit, sem ég samdi einu