Úrval - 01.12.1947, Page 122

Úrval - 01.12.1947, Page 122
120 ÍJRVALi og málssóknin urðu honum að falli. Blaðaskrifin mn málið voru á þá lund, að allir eða allflestir, sem höfðu haft einhver kynni af Wilde, urðu skelfdir. Ferðalög til meginlandsins jukust stór- um. Þeir sem höfðu fengið bréf frá honum eða höfðu handrit hans í fórum sínum, brenndu þau. Og þeir, sem höfðu skrifað honum bréf heimtuðu þau aft- ur. Þrem árum síðar skrifaði Wilde svofellda lýsingu á fram- komu þessa fólks: „Ég hefi aldrei rekizt á nokkurn mann, sem var áberandi siðvandur, án þess að hann væri jafnframt miskunnarlaus og grimmur, hefnigjarn, nautheimskur og laus við minnsta snefil af mann- úð. Siðvant fólk, sem svo er kallað, er blátt áfram illþýði. Ég vildi heldur hafa fimmtíu ónáttúrlega lesti, en eina ónátt- úrlega dyggð.“ Hvað yfirstéttina áhrærði, þá höfum við orð Sherards fyrir því, „að frú ein af göfugustu aðalsætt Englands,“ hafi skrif- að honum, „að vel flest af enska hefðarfólkinu hefði hataö Oscar.“ Hatur þess spratt fyrst og fremst af því, að hann var andlegur ofjarl þess, en ritgerð hans um sósíalismann gerði líka illt verra. Og háðið í leikritum hans, sjálfstraust hans, og sú staðreynd, að það gat ekki án hans verið og ekki heldur sett ofaní við hann, en varð að þola sárbeitta fyndni hans með brosi á vör, enda þótt hatrið ólgaði undir niðri — allt þetta varð til þess, að gera fyrirfólkinu návist hans lítt bærilega. Það er aðeins eitt skref frá frægð til gleymsku. Þegar maður, sem dekrað hefur verið við og spillt með eftirlæti, brýtur lögin og glatar hylli, hlýtur hann enga miskunn. Þeir, sem lofuðu hann mest, líta svo á, að þeir hafi verið blekktir, og það er hin særða hégómagirnd, sem veldur því, að þeir troða á honum, þeg- ar hann er fallinn. Réttarhöldin hófust 26. apríl og stóðu yfir í fimm daga. Wilde var ákærður samkvæmt lögum, sem ekki höfðu verið samþykkt fyrr en tíu mánuðum áður, og hvergi voru í gildi í neinu menningarlandi öðru. Af rétt- arhöldunum er fátt að segja. Clarke reyndi að fá fellda niður ákæruna um samsæri þeirra Wildes og Taylors, en það tókst ekki, og af því leiddi, að ákæra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.