Úrval - 01.12.1947, Blaðsíða 129
OSCAR WILDE
127
hans. Wilde tók þessu öllu með
dæmafáu jafnaðargeði, svaraði
aldrei fyrir sig og lézt ekki taka
eftir móðgununum.
Satt er það að vísu, að öðru
hvoru lét Wilde í ljós þrá eft-
ir samúð, en það var vegna þess
efniviðar til leikritagerðar, sem
hið fyrra líf hans hafði látið
honum í té, en ekki vegna sjálf-
meðaumkunar. Eins og allir leik-
arar, þarfnaðist hann stöðugt
uppörvunar áhorfendanna. Mest
saknaði hann áheyrandanna,
sem höfðu snúið við hon-
um bakinu: fagurbúnu kvenn-
anna, sem höfðu þyrpzt til hans
og hlustað á tal hans. ,,Ég
hefi snert tunglið. Hvaða gagn
er að því, þó að ég geti risið of-
urlítið frá jörðinni.“ Hann var
búinn að missa allan áhuga á
lífinu. Leikritin, sem hann hafði
samið upp á síðkastið, höfðu
verið hundsuð; hann gat aðeins
spjallað við nokkra góðvini sína.
„Það er aðeins eitt, sem er
verra en það, að talað sé um
mann; það er að ekki sé talað
um mann,“ hafði hann skrifað
í Dorian Gmy, og hann fékk nú
að reyna þennan sannleika.
Hann hafði einnig áður sagt, að
harmleikur nútímans væri
klæddur í búning skopleiksins,
og að píslarvætti væri alltaf
auðvirðilegt í augum áhorf-
andans. Hann rak sig líka á
sannleiksgildi þessara orða, því
að píslarvætti hans hefur verið
gert miklu auðvirðilegra en það
var í raun og veru.
Hann hafði það á tilfinning-
unni, að hann ætti stutt eftir
ólifað, og það varð honum hvöt
til að afkasta sem mestu, enda
samdi hann kynstur af sögum,
ævintýrum, ieikritum og ritgerð-
um. Stundum hætti hann í
miðri sögu og byrjaði á annarri,
og ef til vill hætti hann líka
við hana og byrjaði á þeirri
þriðju.
Eitt sinn spurði frönsk
greifafrú hann, hversvegna
hann væri hættur að skrifa. „Af
því að ég hefi skrifað allt, sem
um var að skrifa,“ svaraði hann.
„Ég skrifaði, þegar ég þekkti
ekki lífið; og nú þegar ég þekki
tilgang þess, hefi ég ekki meira
að skrifa um. Það er ekki hægt
að skrifa um lífið, það er að-
eins hægt að lifa því. Ég hefi
lifað því.“
Hann fór að þjást af höfuð-
verk; og í októbermánuði árið
1900 var gerður uppskurður á
öðru eyra hans, sem hann hafði