Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 65

Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 65
norðurljósið 65 Nú skal nema staðar, þótt margt fleira mætti rita. Við ritun þessara síðustu þátta, hefir stundum hvarflað til mín þessi hugsun: Hvor okkar bræðra hlaut betra hlutskipti, hann Jakob litli, sem dó sex vikna gamall, eða ég? Hann fór héðan þannig, að hann þekkti hvorki synd eða sorgir. Hann hafði ekkert aðhafzt í líkamanum, hvorki gott eða illt, sem við mennirnir verðum dæmdir fyrir síðar meir. Ég á minn dóm í vændum. Það verður ekki glöt- unardómur, af því að ég er orðinn hólpinn af náð, en ekki verkum. ÍEfes. 2. 8.—10.) En ég á eftir að standa frammi fyrir dómstóli Krists, eins og ritað er: „Þess vegna kostum vér og kapps um, hvort sem vér erum heima eða að heiman, að vera honum þóknanlegir; því að öllum oss ber að hirtast fyrir dómstóli Krists, til þess að sérhver fái endurgoklið það, sem hann hefir unnið í líkamanum, samkvæmt því sem hann hefir aðhafzt, hvort sem það er gott eða illt.“ (2. Kor. 5. 9., 10.) Ég átti þá stund með Drottni Jesú Kristi, er ég var á Akranesi, að eg fann, að hann kallaði mig til þjónustu sinnar. Hann talaði til mín uieð þessu orði: „Ekki hafið þ ér útvalið mig, heldur hefi ég útvalið yður, og ég hefi sett yður, til þess að þér farið og berið ávöxt, og avöxtur yðar vari við, til þess að faðirinn veiti yður sérhvað það, sem þér biðjið hann um í mínu nafni.“ (Jóh. 15. 16.) Hvers vegna kaus Drottinn mig til að lifa og þjóna sér. Skýringin er í þessum orðum heilagrar ritningar: ,,'Hið ógöfuga í heiminum °g hið fyrirlitna hefir Guð útvalið, og það, sem ekkert er, til þess að gera það að engu, sem er, til þess að ékki skuli neitt hold hrósa sér fyrir Guði. En honum er það að þakka, hvað þér eruð orðnir í Kristi Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, hæði réttlæti, hel gun og endurlausn; til þess að, eins og ritað er: sá, sem hrósar ser, hrósi sér í Drottni.“ (1. Kor. 1. 28.—31.) Drottinn kaus mig, þennan andstæðna mann, til að þjóna sér, svo að hann fengi sýnt á mér mátt sinn og óþreytandi langlyndi sitt. f*að miklar hann, að taka það, sem ekkert er. Það miklar hæfni smiðsins að taka lélegt efni og gera úr því grip að lokum, sem hann getur notað. Þetta gefur honum alla dýrðina, en smíðisgripnum enga. Aðeins á manni sem mér, getur miskunnsemi Guðs, trúfesti og óþrjótandi náð við hið veikasta harn sitt og hinn lélegasta þjón orð- ið öllum augljós, er vilja sjá, að Guðs er dýrðin, en mannsins ekki. S. G. J.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.