Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 65
norðurljósið
65
Nú skal nema staðar, þótt margt fleira mætti rita.
Við ritun þessara síðustu þátta, hefir stundum hvarflað til mín
þessi hugsun: Hvor okkar bræðra hlaut betra hlutskipti, hann Jakob
litli, sem dó sex vikna gamall, eða ég? Hann fór héðan þannig, að
hann þekkti hvorki synd eða sorgir. Hann hafði ekkert aðhafzt í
líkamanum, hvorki gott eða illt, sem við mennirnir verðum dæmdir
fyrir síðar meir. Ég á minn dóm í vændum. Það verður ekki glöt-
unardómur, af því að ég er orðinn hólpinn af náð, en ekki verkum.
ÍEfes. 2. 8.—10.) En ég á eftir að standa frammi fyrir dómstóli
Krists, eins og ritað er: „Þess vegna kostum vér og kapps um, hvort
sem vér erum heima eða að heiman, að vera honum þóknanlegir;
því að öllum oss ber að hirtast fyrir dómstóli Krists, til þess að
sérhver fái endurgoklið það, sem hann hefir unnið í líkamanum,
samkvæmt því sem hann hefir aðhafzt, hvort sem það er gott eða
illt.“ (2. Kor. 5. 9., 10.)
Ég átti þá stund með Drottni Jesú Kristi, er ég var á Akranesi, að
eg fann, að hann kallaði mig til þjónustu sinnar. Hann talaði til mín
uieð þessu orði: „Ekki hafið þ ér útvalið mig, heldur hefi ég útvalið
yður, og ég hefi sett yður, til þess að þér farið og berið ávöxt, og
avöxtur yðar vari við, til þess að faðirinn veiti yður sérhvað það,
sem þér biðjið hann um í mínu nafni.“ (Jóh. 15. 16.)
Hvers vegna kaus Drottinn mig til að lifa og þjóna sér. Skýringin
er í þessum orðum heilagrar ritningar: ,,'Hið ógöfuga í heiminum
°g hið fyrirlitna hefir Guð útvalið, og það, sem ekkert er, til þess að
gera það að engu, sem er, til þess að ékki skuli neitt hold hrósa sér
fyrir Guði. En honum er það að þakka, hvað þér eruð orðnir í
Kristi Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, hæði réttlæti,
hel gun og endurlausn; til þess að, eins og ritað er: sá, sem hrósar
ser, hrósi sér í Drottni.“ (1. Kor. 1. 28.—31.)
Drottinn kaus mig, þennan andstæðna mann, til að þjóna sér, svo
að hann fengi sýnt á mér mátt sinn og óþreytandi langlyndi sitt.
f*að miklar hann, að taka það, sem ekkert er. Það miklar hæfni
smiðsins að taka lélegt efni og gera úr því grip að lokum, sem hann
getur notað. Þetta gefur honum alla dýrðina, en smíðisgripnum
enga. Aðeins á manni sem mér, getur miskunnsemi Guðs, trúfesti og
óþrjótandi náð við hið veikasta harn sitt og hinn lélegasta þjón orð-
ið öllum augljós, er vilja sjá, að Guðs er dýrðin, en mannsins ekki.
S. G. J.