Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 68
68
N ORÐURLJ ÓSIÐ
ur. Hvernig þekkti Jesús nafn hans? Voru 'börnin að kalla: „Sko,
sjáið þið hann Zakkeus! Þarna liúkir hann uppi í tré!“ Var það
himneskur faðir Jesú, sem birti honum nafn hans?
„Zakkeus, flýt þér ofan, því að í dag ber mér að dvelja í húsi
þínu.“
Þetta voru Zakkeusi beztu fréttir í heimi. Þegar í stað gerði hann
það, sem honum var sagt. Hann flýtti sér ofan og tók á móti gesti
sínum glaður.
Ekkert mannshjarla getur tekið á móti betri gesti. Ekkert heimili
öðlast hetri gistivin en Jesúm Krist. Hve það gladdi Zakkeus, að
Jesús frá Nazaret skyldi vilja dvelja dagstund hjá honum. Hvílikur
heiður! Þetta sýndi, að Jesús mat hann mikils, fyrirleit hann ekki
eins og aðrir. Jesús gekki ekki framhjá honum, þótl hann væri af
fóikinu talinn bersyndugur maður.
Fólkið, sem fylgdi Jesú, hvernig tók það þessu? Því ofbauð með
öllu, að spámaðurinn frá Nazaret skyldi gera slíkt, að hann skyldi
fara inn til að gista hjá bersyndugum manni. Undrun skein því úr
augum, og hneykslunarsvipur var á hverju andliti. Menn áttu svo
bágt með að skilja það þá, eins og þeir eiga svo erfitt með að skilja
það enn, að falslaus kærleikur frelsarans fer aldrei í manngreinar-
álit. Dómar heiðvirðra borgara um hann skipta hann engu máli.
Markmið hans er að frelsa, þótt það kosti vanþóknun þeirra, sern
hreinir „standa drembnir á hrokafjalla tind.“
Jesú frá Nazaret var það augljóst mál, að maður, sem lagði það á
sig, að klifra upp í tré til þess að sjá hann, mundi líka fúslega hlusta
á kenningu hans. Ohlum áður hafði hann sem Drottinn ísraels gef-
ið þetta fyrirheit: „Þegar þér leitið mín af öllu hjarta, munuð þér
finna mig.“
Hvað þeir Jesús og Zakkeus ræddust við, hermir sagan ekki. En
Jesús var ávallt í því, sem Föður hans var; hann var alltaf í erinda-
gerðum Guðs. Á því getur enginn vafi leikið, að Zakkeus fékk að
heyra boðskapinn um Guðs ríki, um nauðsyn þess að iðrast, að snúa
alveg út af braut syndanna og koma inn á slétta vegu réttlætis og
kærleika.
Zakkeus stóð þá á vegamótum ævi sinnar í annað skipti. Auðsöfn-
un hafði ekki veitt honum hjarlafrið og lífsgleði. Sérhver maður
stendur fyrr eða síðar á ævinni á vegamótum. Hann getur valið að
gera rétt, að hafna hinu illa og velja hið góða. Zakkeus stendur í