Norðurljósið - 01.01.1970, Síða 156
156
NORÐURLJÓSIÐ
Ávöxtur helgunar, lífernis í helgun, er heilagleiki. Guð er heilag-
ur, og hann vill, að börnin sín verði lík honum, að heimurinn fái
séð hann í þeim. Þegar hann sér, að það hentar bezt, beitir hann aga
við börnin sín, „en oss til gagns agar hann oss, svo að vér getum
fengið heilagleika hans.“ (Hebr. 12. 10.) Menn hafa oft þá hug-
mynd um kærleika, að hann eigi að vera mjúkur eins og hveitibrauð
bleytt upp í mjólk. En biblían segir: „Drottinn agar þann, sem
hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, sem hann að sér
tekur.“ (Hebr. 12. 16.) Kærleikur Guðs er harðhentur, þegar þau
tök duga bezt.
Sú saga er sögð af guðsmanninum George Muller, að skömmu
eftir afturhvarf sitt felldi hann ástarhug til stúlku, sem var róm-
versk-kaþólsk. Ást hans varð að ofurást, svo að stúlkan fyllti huga
hans og hjarta. Lestur Guðs orðs og bænin komust ekki að og voru
lögð á hilluna. Er þessu hafði farið fram um sex vikna skeið, fór
hann að sjá, að þetta væri ekki rétt, þetta væri fráfall, fráhvarf frá
Guði. Hann rökræddi þá á þessa leið, að Guð mundi ekki sleppa
honum, úr því að hann væri orðinn barnið hans. Hann mundi aga
hann til þess að leiða hann aftur í samfélag við sig. Sá agi gat orð-
ið nokkuð harður. „Ég vil ekki bíða eftir honum,“ hugsaði Muller.
Tók hann þá upp fyrri venjur um bæn og biblíulestur og varð af-
huga stúlkunni.
Kaupsýslumaður hrezkur tók að vanrækja lestur Guðs orðs og
bæn, því að annir athafnalífsins gáfu eigi tóm til þess. Leið svo
nokkur tími. Þá varð hann fyrir miklu fjárhagslegu tjóni. Er hann
sagði trúaðri móður sinni frá því, mælti hún: „Guði sé lof. Eg var
farin að halda, að hann hefði sleppt hendi sinni af þér.“ Fjártjón-
ið var í augum hennar ögun frá kærleiksríkum, himneskum föður,
til að leiða soninn, sem var að villast frá, heim til sín aftur og í
samfélagið, sem glatazt hafði.
Guð beitir stundum þeim aga við börn sín, eða hann agar þau á
þá lund, að hann hættir að svara bænum þeirra. „Ef ég hygg á illt
í hjarta mínu, þá heyrir Drottinn ekki.“ (Sálm. 66. 18.)
Ef nokkurt Guðs barn lítur á ranglæti með velþóknun í hjarta
sínu, þá hættir Guð að svara bænum þess. Helgun þess er rofin.
Það er ekki frágreint synd og ranglæti, ef það elskar í hjarta sínu
eitthvað, sem er rangt.
1 bók eftir dr. Oswald J. Smith segir hann á þessa leið: