Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 3
3
sumura. Nú fyrir skömmu heíir komið út rit eptir
prófessor einn á Þýzkalandi, Meyer að nafni, þar
sem hann þykist sanna, að Völuspá sje ekki ort fyrr
en á 12. öld, og innihald hennar sje alls ekki ágrip
af hinni norrænu goðafræði, heldur sje efni hennar
tekið úr ýmsum guðfræðislegum miðaldaritum, en
klætt í norrænan fornkvæðabúning, og þessi búningur
hafi villt menn,svo að menn hafi álitið það framsetning á
fornri goðatrú, sem í rauninni ekki var annað en kristileg
fræði. Sú kenning, að efnið í Völuspá sje að meira eða
minna leyti kristilegt, er reyndar ekki ný, heldur
er hún talin hjer um bil 12 ára gömul, en hún er
í rauninni miklu eldri. Áður en jeg því fer að skýra
frekara frá bók Meyers, þar sem þessi kenning er
komin í almætti sitt, ætla jeg að fara stuttlega yfir
sögu þessarar kenningar, einkum nú á seinni ár-
um.
Um síðustu aldamót komu þrir Þjóðverjar (von
Schlözer, Adelung og Riihs) fram með þá skoðun, að
eddukvæðin væru eiginlega ekkert annað en stæl-
ing á kristilegum ritum, blönduð fornum goðahug-
myndum, og komin til Islands véstan um haf; en
þessi skoðun var hrakin svo greinilega af Grimm
og mörgum fleirum, að engum gat lengur blandazt
hugur um, að þau væru alnorræn. Þessi skoðun, að
þau væru alheiðin goðafræði, varð líka lengi ríkj-
andi; en er fram liðu stundir, fór þó smámsaman að
brydda á nokkurri efagirni hjá einstökum mönnum,
sem þóttust ekki vera alveg vissir um, að kristileg-
ar hugmyndir hefðu ekki haft einhver áhrif á hin
norrænu goðakvæði, einkum á Völuspá. Einkum fór
þó að kveða meira að þessum efa, eptir að menn
tóku fyrir alvöru að safna saman alls konar þjóð-
sögum og rannsaka þær, því menn þóttust í þeim
i*