Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 131
131
Hin líklegasta eða sennilegasta þýðing goðsagn-
anna hlýtur að liggja á milli hinnar sögulegu og
hinnar náttúrulegu skoðunar. Þenna veg fer Jakob
Grimm í sinni alþektu bók um goðafræðina, er kall-
ast »Deutsehe Mythologie«, en hún er í rauninni öll
bygð á goðatrú Norðurlanda. Margir aðrtr hafa
síðan ritað um þetta, og yrði of langt að telja það
hér. Meðal danskra goðfræðisbóka er N. M. Peter-
sens einhver hin skemmtilegasta, enda var sá höf-
undur vel að sér í norrænum fræðum.
Hinar merkustu bækur, sem um þetta hafa ný-
lega verið ritaðar, eru eptir Sophus Búgge og Viktor
Rydberg, og skal eg nú nefna þærnokkuð nákvæmar.
VI.
Bók Bugges heitir »Studier over de nordiske Gude-
og Heltesagns Oprindelse. Christiania 1881—1889«.
Nákvæm lýsing þessa verks verður ekki gefin,
þar sem það í rauninni er ekki annað en saman-
burður og tilvísanir úr ótal ritum, sem fæst munu
vera til hér á landi. Eg get því ekki nefnt nema
lítið eitt, og tekið fram fáeina staði, sem mér þykja
athugaverðir. Bókin skiptist f tvo aðalhluti, sem eru
rannsóknir 1. um Baldurssöguna, og 2. um Oðin og
ask Yggdrasils. Eg hef áður getið um Baldurssöguna,
Búgge segir, að Baldur í hinni íslenzku Baldurssögu
sé eptirlíking af Kristi, en raunar upprunalega ekki
hið sama; Höður sé = Longinus eða stríðsmaðurinn,
sem veitti Kristi síðusárið, báðir hafi verið blindir,
Höður og Longinus (Rydberg sýnir fram á, að hvor-
ugur hafi verið blindur). Búgge tekur fram Gyð-
inga-rit, sem ritað hafi verið til að hæða guð krist-
inna manna; þar er sagt, að Kristur hafi tekið eið
af öllum viðum, að þeir eigi skyldu bera hann, því
»*