Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 139
139
•en þá eru heldur engin lög. Enda hafa þeir játað
þetta—beinlínis eða óbeinlínis—sem um þessa hluti
hafa ritað. Um þetta má tala í það óendanlega.
En þar sem annað eins og »sator arepo« finnst hér
meðal alþýðu (Espól. árb. VIII, 125 og Isl. þjóðs. 1,
448), þá er það lán, því þetta hefir fundizt á skinn-
blaði frá 14. öld í gömlu skjalasafni í Þýzkalandi
(Wolf, zeitschr. fur d. spr. u. mythol. 2, 78).
Þess vegna er mér alveg sama, þótt einhverir
trúi því, að hugmyndin um ask Yggdrasils sé kom-
in af krossinum Krists, því slíkar samlíkingar með
tilheyrandi »Accompagnementi« getur hver maður
gert, sem vill láta ímyndunaraflið leika sér án stýris
•og stjórnar, þá vantar aldrei ráð.
Þar sem í Hávamálum stendur »vindga meiði*
(Búgge bls. 292), þá finnst mér það lítið gera til,
hvort »meiðrinn» var »vindgr» (vindblásinn) eða
■ekki, og þótt svipaðar hugmyndir megi flnna annar-
staðar. Hin veika beyging »vindga meiði« á hér
heldur ekki allskostar vel við, þótt hún finnist stöku
sinnum (t. a. m. »sem fyrr höfðu haft með gamia
konungi«, sögubrot, Fornaldar S. 1, 376); það dugar
■ekki að koma hér með »Hvitakristr», því bæði það
og »hvítabjörn«, »hvitadagar«, »hvitaváðir« o. s. fr.
er eitt orð, og þar sem vér segjum »rauðamyrkur«,
»svartamyrkur», »í háa lopt«, »á kolsvarta kaf» —
þá stendur þar allt öðruvísi á. Eg ætla að hér eigi
einmitt að standa »Vinga meiði«, og þannig kemur
það fyrir í Ynglinga sögu (26. kap.), og þýðir gálga,
en þetta á einmitt við það að Oðinn er kallaður
»gálgafarmr». Að »Vinga meiðr» sé gálgi (þótt
Vingi væri öðruvísi drepinn) sést á Völsúnga s. 35.
kap., þar sem Vingi segir: »mik taki hér gálgi ok
■allir gramir*, og seinna: »biðit nú hér, meðan ek