Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 250
250
-að hún hafi verið óblíð þeim til handa, og að sjald-
an hafi geislar föður- og móðurástarinnar fært hjört-
um þeirra ljós og líf. Svo sem kunnugt er, er föru-
mennskan, sem á 16. og einkum á 17. öldinni var
■einn hinn mesti ófögnuður landsmanna, og stóð með
töluverðum blóma jafnvel fram á miðbik þessarar
aldar, nú gjörsamlega horfin, því að eigi er það til-
tökumál, þótt stöku máður skreppi frá sjávarsíðunni
við og við, þá hart er í ári, upp til sveitanna, til að
ljetta um stund á fóðrunum heima fyrir. Slikt er
eigi að telja, móts við það er áður var. Allir þeir, er
eigi geta unnið fyrir sjer, eru nú settir niður á með-
gjöf af sveitarsjóði eða styrktir á annan hátt af
sveitarfje: en margir slíkir menn lifðu áður á ver-
gangi, og má einnig telja þessa breytingu allmikla
framför.
Ýmislegt.
Eptir mörgu man jeg á uppvaxtarárum mínum,
sem mjög er nú á annan veg en þá var, en sú
breyting verður þó eigi heimfærð undirneitt af þvi,
■er áður hefir talið verið. Margs konar eyðsla fer
svo að kalla árlega í vöxt, er menn enga hugmynd
höfðu um um miðbik aldarinnar. Þá var mjögótítt með-
■al almennings upp til sveita, að taka hveiti úr kaup-
stað, enda mun sárlitið hafa flutzt af því í kaup-
staðina fyrir norðan. Almenningur ljet sjer venju-
legast nægja fínt malað bankabygg í lummurnar,
kleinurnar og laufabrauðið, þá sjaldan þetta var haft.
Þá þekktust heldur eigi jólakökur upp til sveita nje
ýmsar aðrar kökur, sem bakaðar eru nú á mörgum
alþýðuheimilum, og hafðar eru til mannfagnaðar,
eigi að eins á hátíðum og i veizlum, heldur og opt