Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 262
262
þó fyrir í Gísl. bls. 24.. 108., 161. (sbr. J. Þ.: »Skýr.
á vis. i Gísla s. Súrssonar*, Rvk. 1873, 3. bls.):
Jcomsk ei maðr á miðli,
en í þeirri vísu finnst þó og neitunarorðið -at í
biðJcat-ek draums Jiins þriðja, og er líklegt, að rita
eigi JcomsJc-at, en eigi JcomsJc ei, og rnun ei hjer stafa
frá riturum handrita, en skáldið eigi hafa haft það
orð, enda sýnist vísan vera allforn. Ur þvi jeg
minnist á þessa vísu í Gisl., vil jeg bera undir þá,
er skyn bera á slika hluti, hvort eigi megi taka svo
saman: biðJc-at eJc brigði sárteina slíJcs draums Jiins
þriðja. brigði sárteina = mjer (þ. e. Gísli Súrsson).
— Annað vísuorð í Gísl. bls. 64., 150., 166. er svo:
SJculuð þit ei, Jcvað sJcorða,
en hjer er líklegt, að ei sje = æ, ætíð (sjá »Skýr-
ingar J. Þorkelssonar).
Sverð at Jiann ei berðisJc Nj. 23. k. 2. v. (eptir
»Skýring« J. Þorkelssonar; útg. 1772 hef jeg eigi í
höndum). En hjer stendur é=eigi í handr. (Nj. II.
420), og svo er prentað i útg. 1875.
Þórleifur Jónsson segir í »Eptirmálanum« aptan
við útgáfu Harðar sögu 1891: »Neitunarorðinu ei
hefi eg hvarvetna breytt í neitunarstafinn a, því að
ei er rangt (í stað: eigi)«; en þessa breytingu tel jeg
eigi rjetta í vísum í Harðar sögu, úr því að ei er
hið eina neitunarorð, sem kemur fyrir í vísunum,
og þessi breyting bætir ekki úr. Ekkert skáld
mundi á einni öld hafa kveðið dróttkvætt vísuorð á
þessa leið:
Atta’Jc-a við léttan,
eins og vísuorðið verður, ef ei er breytt í a. Hjer
verður ei að standa; sú orðmynd mun vera hin upp-
haflega í vísum þessum; þær eru eigi eldri en svo.