Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 160
160
■ar handa Sigurði, nefnist Mímungr (af Mími), sem
kunnugt er af Þiðrikssögu. Enn fleira hefir Yölund-
ar-sagan getið af sér: i Völundar-kviðu er talað um
marga gullhringa, sem Völundur átti; þessi gull-auð-
ur er = Niflunga-skatturinn, sem olli svo miklum
styrjöldum og dauða. Þetta sannast meðal annars
á því, að í Völundar-kviðu er nefnd »Grana leið«,
en Grani, hestur Sigurðar, bar Niflungaskattinn (»þú
munt finna Fáfnis bæli, ok upp taka auðinn fagra;
gulli hlæða á Grana bógu«). Grani heflr því einuig
verið hestur Völundar. Slagfinnur er = Gjúki, af
■Slagr=hljóðfærasláttur, sem Gunnar Gjúkason erfði
■eptir föður sinn.
Þannig skýrir Rydberg þennan kafla úr goða-
fræðinni, og sýnir ganginn í Völundarkviðu og sam-
band hennar við aðrar sagnir. Sama er að segja
um Fjölsvinnsmál, sem allir hafa gefizt upp við, og
jafnvel Finnur Magnússon með sínum óþrjótandi lær-
dómi og óbiluga samlikingarkrapti ekki treystist til
að fást við. Áður fengu Fjölsvinnsmál ekki að vera
með, þau voru »óekta«, tengd við Eddukviðurnar
sem aukvisar, en Rydberg segir (1, 572): »Fjöl-
svinnsmál ar, hvad skarpsinne í plananlággning och
utförande vidkommer, den ypperligste forndikt, som
kommit till vár tid«. Eg hef ekki rúm hér til að
segja frá hinni merkilegu skýringu Rydbergs á þessu
kvæði.
Í síðara bindi verksin^ líkir Rydberg saman
norrænni goðafræði og austurienzkri, einkum ind-
verskri eptir hinum gömlu fornkvæðum Inda, sem
nefnast »Rigveda«. Likingarnar eru víðast hvar svo
nákvæmar, að það getur ekki verið tóm tilviljan;
sama hugsanin gengur í gegnum heilar sögur, enda
■er þetta samband milli austurlanda og norðurheims