Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 40
40
Wismar,Stralsund og Luneburg. Þó að Ilans konungur
hefði í skuldbindingarskrá (Haandfœstning) sinni frá
1483 skuldbundið sig til að leyfa ekki Hansakaup-
mönnum siglingar til íslands, þá hjelt hann þetta
loforð ekki lengi, því 28. marz 1490 leyfði hann
Hollendingum, — sem bæði Kristófer af Baiern og
Kristján I. höfðu bannað siglingar til Islands —,
einkum frá Amsterdam, að verzla þar. En Hol-
lendingar urðu þó á 16. öldinni aldrei hættulegir
keppinautar Hamborgar- og Brima-kaupmanna. Hvort
Hansakaupmenn hafa beinlínis fengið leyfi konungs
til verzlunar á íslandi, verður ekki sjeð, en af því,
hvernig leyfi Hollendinga er orðað, raá sjá, að geng-
ið er út frá því, að Hansakaupmönnum sje frjálst
að verzla þar. I hinum svo nefnda Píningsdómi
(alþingissamþykkt) frá l.júlí 1490 er líka talað »um
engelska menn, at þeir skyldu mega sigla til íslands
með rjettan kaupskap og falslausan. Svo og ei síð-
ur um þýðverska menn, þá sem kóngsbrjef hefðu
fyrir sjer og með rjettan kaupskap vilja fara«.
Hans konungur hafði nefnilega 20. jan. 1490 leyft
Englendingum verzlun á íslandi um 7 ára tíma.
Árið 1513 bannaði Kristján II., sem var mjög óvin-
veittur Hansakaupmönnum, allar siglingar milli þýzkra
staða og Islands, og skipaði svo fyrir, að allan ís-
lenzkan fisk skyldi eingöngu flytja til Englands, og
þessi sama skipun var ítrekuð 18.ágúst 1515, ogvar
þeim fyrirmælum fylgt lengi síðan.
Á dögum Friðriks I. byrjar nýtt tímabil í sögu
siglinga Þjóðverja til íslands, því það voru sældar-
dagar fyrir þessa verzlun. Veturseta á íslandi hafði
áður verið algerlega bönnuð, en nú var þetta bann
mildað. Enn var bannað að selja vörur dýrari að
vetrinum en að sumrinu, en auk skipbrotsmanna