Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 50
60
fleira, að þó maður óski helzt hins bezta, þá má
maður ekki iáta það aptra sjer írá, að viðurkenna
það, sem gott er, og þrátt fyrir allar mínar útásetn-
ingar i einstökum greinum, finn jeg mig þó knúðan
til að votta höf. þakkir mínar fyrir ritsmíð hans,
sem er í sannleika mjög nytsöm og góðra gjalda
verð«.
Þá er að geta annarrar bókar, sem er mikils
verð fyrir oss og sögu vora, þar sem tilgangur
hennar er að sannfæra eina hina stærstu þjóð heims-
ins um eitt mikilvægt atriði i sögu vorri, sem varp-
ar frægðarljóma yfir land vort og Norðurlönd yfir
höfuð, en sem vmsir hafa viljað vefengja, að væri á
góðum rökum byggt. Þessi bók heitir: »Fundið Vín-
land góða« (The Finding of Wineland the Good) ept-
ir Arthur M. Reeves. Þessi titill, sem líka er prent-
aður á íslenzku á kápu bókarinnar, er tekinn eptir
Frissbók, þar sem þessi orð eru yfirskript yfir ein-
um kapitula. Annars hefir bókin annan undirtitil,
er svo hljóðar: »Saga þess, er Islendingar fundu
Ameríku« (The History of the Icelandic Discovery of
America).
Efni bókarinnar byrjar með vel skrifuðum inn-
gangi, og sýnir hann bezt, hve mikil þörf hefir ver-
ið á þessu riti, því þótt engu mannsbarni á Norður-
löndum detti í hug að efast um, að íslendingar hafi
fyrstir fundið Ameriku, þá vefengir þó fjöldi amer-
iskra sagnaritara — og þar á meðal margir hinna
beztu, t. d. Bancroft —, að uppgötvun þeirra hafi
nokkurn tíma átt sjer stað, eða álíta það alls ósann-
að. Höf. sýnir nú fram á, að það sje eðlilegt, að
svo sje, því að þó nú sje liðin meir en hálf öld, síð-
an Rafn gaf út bók sina »Antiquitates Americanae«
(1837), þá sje þetta ritalltaf skoðað sein hyrningar-