Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 211
211
kolahrisrifið hið mesta jarðnám. Þar sem reki var,
var smáviður, sem nyrðra kallaðist »morviður«, hafð-
ur til kola. Fvrst þegar jeg man til, tíðkuðust ljá-
böndin og fieygarnir, sem menn nú að eins þekkja
að nafni, og enginn mundi nú vilja taka í mál að
nota. Ljábandið var löng og mjó leðuról, sem vafin
var blaut utan um þjóið á ljánum og orfið framan
til, og að því búnu var rekinn fleygur undir ólina
milli hennar og þjósins til að festa ljáinn. Yið
þennan útbúning höfðu menn unað í margar aldir
og eigi getað hitt á það happ, að finna upp orf-
hólkana, þó uppfundningin sýnist eigi margbrotin,
en mjög var ljárinn laus i, þegar þurkar voru, og
stal það bitinu úr.
Miklu lengri tíma var unnið um sláttinn, þegar
jeg var ungur, en nú tiðkast. Voru þá sumstaðar
svo miklar uppistöður, sem kallað var, eða svo lengi *
unnið og iitið sofið, að fólk hafði ekki fjör til að
vinna, en hjekk dauft, máttlítið og drungalegt við
verkið, sjálfu sjer til kvalar, en húsbændunum til
skaða. Voru þau dæmin til upp á svefnleysi, að
menn gátu varla staðið við brýnsluna, án þess að
þá færi að dotta, enda reyndu menn venjulega á
slíkum heimilum, að svíkjast um, þegar nokkur tök
voru á. Venjulegast var það, þar sem margt fólk
var, að einhver væri settur til að fara á fætur á.
undan öðrum, ef húsbóndinn gjörði það ekki sjálf-
ur, til þess að dengja ljáina og tinda hrifurnar, svo
að ekkert væri til tafar, þegar sláttufólkið var kom-
ið á fætur.
Naumast verður annað sagt með rjettu, en að
landsmönnum hafi nokkuð farið fram í búnaðarhátt-
um og að sumu leyti í vinnubrögðum, þó auðvitað
sje of lítið, á siðustu 40 árum. Víða eru menn farnir
14*