Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 25
25
engla við höfuðenglana (sbr. ófrið Ása og Vana).
Þessi ófriður er að frásögn Hónóríusar »hin fyrsta
borgarastyrjöld^, sem í Eddu er kallað: »fólkvíg
fyrst í heimi». Það stendur i sambandi við og staf-
ar að nokkru leyti frá frásögninni um fráfall hinn-
ar syndugu sálar (Anima,) frá brúðguma sínum Kristi,
sem eptir samblöndunarhætti miðaldanna rann sam-
an við frásögnina um útrekstur Evu úr Paradís, svo
allt varð sama tóbakið. Eva á að hafa verið rekin
út úr Paradís á þann hátt, að hún var stungin með
spjótsoddum, og í Völuspá segir, að hið fyrsta fólk-
víg hafi orðið, »er Gullveig geirum studdu«. Til
þess að geta skilið nafnið Gullveig, verða menn að
gæta þess, að á miðöldunum skoðuðu menn Evu
sem holdgan allra syndugra tilhneiginga. Ambrosí-
us kirkjufaðir líkir henni við babýlónsku skækjuna,
og tilfærir um leið bæði orð Opinberunarbókarinnar
um hana: »pg hjelt á gullstaupi í hendi sjer«, og
orð Jeremias: »Gullbíkar var Babel (Babýlon) í Drott-
ins hendi, sem gjörir alla jörðina drukkna«. Til
þessa á nafnið Gullveig (= gullbikar) í Eddu rót
sína að rekja.
I Genesis 10, 8—9. er nefndur »hinn mikli veiði-
maður Niinrod, sem fór að verða voldugur á jörð-
unni«. Ur honum gerir Ambrosíus jötun (gigant),
sem leitast við að gera áhlaup á himiuinn á svip-
aðan hátt og Titanar forðum í goðasögum Grikkja.
Isidórus gerir hann að djöfli, sem gerir uppreist móti
Guði, og er fyrirmaður þeirra, sem byggja turninn
Babel, og um leið eru þeir gerðir að jötnum. Hón-
óríus lætur hann taka hina föllnu sál, brúðiKrists,
höndum, og halda henni í eins konar »babýlónskri
herleiðing«, þangað til Kristur varpar honum í brenni-
steinsdíkið. Saman við þetta má bera frásögnina i