Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 189
189
Áður en steinolía fór að flytjast til ljósmetis, nú
fyrir 30 árum, var alstaðar til sveita brennt lýsi eða
hrossafloti, á kopar- eða járnlömpum, og fífa höfð i
Jkveiki. Var ljós þetta rautt og bar fremur daufa
birtu, en af því lagði reyk eigi alllítinn; en gömlu
fólki fannst af því setjast þeli fyrir brjóstið. Nú er,
■eins og menn vita, ekkert hreysi svo aumt, að þar
logi ekki á vetrarkvöldum sæmilega bjart og gott
steinolíuljós. Við ljósreykinn urðu baðstofurnar al-
■staðar upp um ærið svartar að lit, og þessum svarta
lit hjeldu þær sífellt, þegar þær einu sinni voru
búnar að fá hann, því aldrei voru þær þvegnar upp
>um; enda hefði naumast verið hægt að þvo, þarsem
þær voru reptar upp eins og útihús; en reisifjöl og
súð hefði auðvitað mátt þvo, hefði verið orðinn sið-
ur að tefja sig á því. En stöku sinnum voru þær
sópaðar upp um með vendi, tii að losa húsaskúmið,
•sem hafðisetzt að og fest sig hingað og þangað. Þö
timburgólf væri haft í baðstofunum, var heldur ekki
verið að fást við að þvo þau, og kom þá smámsam-
•an, eins og hægt er að sjá, gólfskán allmikil, af
hinni sífelldu bleytu og ólireinindum, sem inn á þau
barst utan að. En til þess gólfskánin yrði eigi með
■öllu óviðráðanleg, og sjá mætti, að minnsta kosti
með köflum, að timburgólf væri í baðstofunni, en
■ekki torfgólf, eins og á kotbæjunum, var timburgólf-
inu tekið tak, að minnsta kosti einu sinniáári; var
þá vatni hellt á það, væri það eigi nægilega blautt,
eg það síðan mokað með skóflu. Að líkindum hafa
gólf sjálfsagt verið þvegin hjá heldra fólki, en hjá
bændafólki heyrði jeg fyrst getið um gólfþvott hjá
Hjálmari og Helgu, hjónum, sem bjuggu á Æsustöð-
um í Langadal í Húnavatnssýslu, og mun það hafa
verið litlu eptir 1850. Var það í frásögur fært norð-