Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 154
154
og seið, Gullveig, sem er = Heiður = Angurboða
= Aurboða = Hyrrokin; ósátt milli guðs og manna
af völdum Loka, fimbulveturinn og þjóða-flutninginn,
beimsstríðið (milli Asa og Vana, þegar Oðinn fleygði
»ok í fólk um skaut), dráp Gullveigar—Heiðar, um
bjóðrek (= Hadding) o. s. frv. Þar næst kemur
rannsókn um Odáinsakur, Goðmund á Glæsisvöllum,
sem er = Mímir, og Glæsisvellir = Mímis holt, Hodd-
mímis holt; Mímir er ei.mig = Moðsognir, höfðingi
dverganna (þar var Moðsognir mestr um orðinn).
Síðan um Helju og hennar ríki, sem ekki er kvala-
staður, eins og kristnir menn hafa sagt; Hel er =
TJrðr; þá er um dóm hinna dauðu og um hegningar-
staðina; þá um heimskvörnina (Grotta), sem Berg-
elmir var lagður á (á var lúðr of lagiðr) til að mal-
ast, til þess að verða að mjöli mönnunum til fæðu;
kvörnin er i varðveizlu Freys Vanaguðs Njarðar-
sonar, því hann er guð gróða og jarðarávaxtar;
Grotti malar efnið í mjöðinn sem æsir drekka, en
Bvggvir (bygg, korn) gætir kvarnarinnar; »Eylúðrs
níu brúðir« snúa henni, níu tröllkonur, og valda
bylgjum sjávarins og »mölinni«, sem vér köllum svo
enn til minningar um þessa hluti. Kvörnin Fróða,
sem Fenja og Menja sneru og möluðu gull á, er
endurminning um hina fornu heimskvörn. (sbr.
Tímar. 5. ár bls. 109). Síðan rannsakar Rydberg
söguna um hina sjö sofendur og kemst að þeirri
niðurstöðu, að þeir sé = Sindri og bræður hans,
dvergarnir, sem smíðuðu gripina forðum og Brisinga-
menið; Mímir = Moðsognir er höfðingi eða faðir
þeirra, og þeir eru = Mims synir i Völuspá og
Niðja synir i Sólarljóðum; þeir eiga sér ljómandi
sal: »stóð fur norðan á Niðafjöllum salr or gulli
Sindra ættar;« þarsofaþeir (þess vegna heitir Sindri