Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 84
84
arbrunn á himni, eins og R. heldur fram, því að i
Gylfag. stendur: »Þriðja rót asksins stendur á himni,
ok undir þeirri rót er brunnr sá er mjök er heilagr,
er heitir Urðarbrunnr«; þar sem Gylfag. segir, að
rót asksins sé á himni, þá skoða eg það sem alveg
óákveðið, því þar er eigi tiltekið hvar á himni. Ryd-
berg heidur auðsjáanlega, að það hljóti að vera hæst
á himni, í Zenith eða hvirfilpúnktinum, þrátt fyrir
það, að hann tekur fram, að Urðarbrunnur sé við
annan enda Bifrastar;1 en það gat eins verið lágt á
himni, svo hér þarf eigi að vera neinn ruglingur.
Menn hafa reynt til að sýna hugmyndir fornmanna
um heimsbygginguna með uppdráttum, og Rydberg
hefir gert teikningu, til að sýna hversu vitlaus Gylfa-
ginning sé í þessu efni, með því askurinn samkvæmt
henni hefði hlotið að vaxa lárétt, en ekki beint í
lopt upp. En það er ómögulegt, að fornmenn hafi
hugsað sér Yggdrasils ask þannig, enda get eg hvergi
fundið til þess nokkra ástæðu, nema með útúrsnún-
ingum. Eilífur Guðrúnarson fmyndar sér Urðarbrunn
ísuðri, er hannsegir: »sunnr at Urðarbrunni«; þann-
ig mundi hann eigi hafa tekið til orða, ef hann hefði
ímyndað sér Urðarbrunn hæst á himninum—og það
enda ekki þótt hann hafi meint Jórdán (Bugge, Stu-
dier bls. 403—408). Vér segjum: »á suðurloptinu«,
»á austurloptinu« o. s. frv., og þá meinum vér ætíð
1) Að Bifröst merki regnbogann, eins og Snorri segir,
ætla eg vafalaust, og enga ástæbu til að halda að sú þýöing
sé uppáíinning Snorra. En seinna (1, 740) helir Rydberg
fundið, að Guðbrandur segir, að Bifröst muni eiga að tákna
vetrarbrautina, en það ætla eg rangt. Regnboginn er fyrir
manna sjónum miklu dýrðlegri og áhrifameiri sjón en vetrar-
brautin, og hlaut að vekja hugmyndirnar miklu kröptugar
en hún.