Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 233
233
að vita um tryggðleysi hans. En er hann hjó i fyrsta
sinn með öxinni, segir sagan, að blaðið hafi dottið
i tvennt, og með því var hamingju hans lokið, að
því er almenningur ætlaði seinna meir. Hann fjekk
miður gott kvonfang, efni hans eyddust, þótt hann
væri dugnaðarmaður hinn mesti, og það opt á und-
arlógan hátt, og að lokum fór hann fjelítill eða fje-
laus vestur á Strandir, með konu og börn, og átti
þar opt í vök að verjast fyrir áreitni galdramanna,
að þvi er sonur hans sagði mjer. Fullorðinn maður
sagði mjer, er jeg var drengur, að hann hefði sjeð
galdrakver hjá afa sínum, er þá var fyrir löngu
dáinn. Hefði á því verið galdrastaflr og tilsögn,
hvernig ætti að nota þá, og þar ýmislegt kennt t.
d. að vita hver stæli, að koma af sjer dýrbit o. s.
frv., og hefði sumstaðar verið skrifað við með ann-
ari hendi en á kverinu var: »reynt satt að vera«.
Helzta kunnáttumenn heyrði jeg nefnda í Skagaflrð-
inum Jónas Jónsson á Vatni og Björn á Róðhóli.
Var sagt, að þeim hefði ekki orðið mikið fyrir, að
komast eptir hver stæli, og að þjófar væri engu ó-
hræddari við þá en sýslumanninn. Jónas, sem síð-
ast bjó í Stardal í Kjalarnesshreppi, sagði mjer sögu
af sjer og nafna sínum á Vatni. Þá er Jónas bjó
norður í Svínadal að Rútsstöðum, var einhverju
sinni stolið frá honum 40 spesíum. Fór hann þá
norður í Skagafjörð á fund nafna síns — en þeir
voru kunnugir áður — og bað hann ásjár. Jónas
var tregur til þess, og kvaðst ekkert geta. Þá bauð
hann nafna sínum Qe til liðveizlu, en hann vildi
ekki þiggja og stóð allt við sama. Loksins segir
hann: »farðu heim, kunningi, ekki líður langt, þang-
að til þú færð peningana þína aptur«. Fór Jónas
þá vestur og háttaði í rúminu sinu um kvöldið að