Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 221
221
■grásleppan. Fyrir þetta ljetu sveitamennirnir aptur
kindur, ull, smjör, tólg, skinn og vaðmál og svo
peninga. Viðskipti þessi voru hvorutveggjum hag-
felld og fóru venjulegast fram eptir gömlu lagi, sem
kallað var, o: allt var reiknað ept>r álnum og fisk-
um á landsvísu. Vættin af harðfiski var t. d. 20
álnir; væri hún borguð með smjöri, var andvirðið 20
pd., sem einnig eru 20 álnir á landvísu. Fjenaður,
«11, tólg og skinnavara var og optast reiknað og
látið úti eptir landsvísu, En nú fer ullin, smjörið,
tólgin, kindurnar, fiskurinn og lýsið allt í hendur
kaupmannsins, en þaðan kemur aptur mikið af því,
sem þarf til fata og matar; já, jafnvel sjálf grá-
sleppan er nú farin að komast upp á búðarborðið
og þaðan aptur upp til sveitanna, sem nærri þvi
virðist of langur krókur; en svona er nú stefna tím-
■ans, og má margt segja bæði með og á móti. Pen-
ingar koma meira inn í landið, einkum við sauða-
söluna, sem landsmenn þarfnast æ því meir, sem út-
gjöld aukast; en hitt er og víst, að mildð borða
landsmenn minna nú en áður af fiski og kjöti, og
er hætt við, að kornið og kaffið gefi eigi eins
»krapta í köggla« til að þola íslenzkan kulda eins og
kjötið og fiskurinn.
Geta má þess, að nú í rúm 30 ár hefir hrossa-
verzlun verið allmikil, sem alls eigi tíðkaðist áður,
og peningar svo miljónum skiptir á þann hátt kom-
ið inn 1 landið mönnum til hagræðis, og er sá hag-
ur auðfenginn og fyrirhafnarlítill, þar sem hross-
peningur elst að miklu leyti upp á útigangi; en
hvort sá gróði er i sjálfu sjer landinu hollur er
annað mál. Hrossaverzlunin, svo sem hún hefir
verið, sýnir, eins og margt annað, að landbúnaðurinn
er stutt á veg kominn. Þá er og talsvert verzlað