Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 113
113
trúin aðskildi þá, þá samtengdust þeir með ætterni,
föðurlandshug og samlenzku. Stundum féllu þeir
aptur til heiðni, sem gjörzt höfðu kristnir. Þessi
samverkan kristninnar og heiðninnar átti sjer stað
áður en kristni var boðuð á Norðurlöndum«. Eptir
að RUhs hefir tekið til dæmis sögurnar um prim-
signingu Egils og Þórólfs, söguna um Þiðranda
.(Fornm. S. II 192—197), drauma Þorgils Orrabéins-
fóstra (í Flóamanna-sögu) og Nornagests-þátt, þá
segir hann (bls. 127): »Vér höfum því fært áreiðan-
iegar sannanir fyrir uppruna og útbreiðslu kristinna
hugmynda, jafnvel áður en kristni varð almenn, og
samrennsli þeirra við innlendar skoðanir og sögu-
:Sagnir; þetta styrkist einnig við nákvæmari skoðun
goðsagna-kvæðanna og allra goðsagnanna. I fyrsta
i,liti virðist það raunar undarlegt, að hinir kristnu
klerkar skuli hafa látið það við gangast, að hin gömlu
heiðnu goðanöfn voru ávallt um hönd höfð og út af
þeim kveðið; menn segja, að það sé þó alveg víst,
.að kristnin og klaustralífið miðaldanna hafi eigi verið
skáldskapnum hlý, og að trúboðarnir hafi haft ann-
.að að gera en að uppala skáld. Þetta ætti menn
.að íhuga nákvæmar, af því menn styðja sig venju-
lega við það, til þess að sanna aldur goðsagnakvið-
.anna og það, að alþýða manna hafi verulega haft
hina svo nefndu goðatrú. Hinir fyrstu kristnu kenni-
menn beittu ekki hörku, þeir rifu ekkert niður með
ofbeldi, heldur leituðust þeir við að útrýma hinu
gamla smátt og smátt; þess vegna héldust heiðnar
venjur við samsíða hinum nýja sið, sem sanna má
með mörgum dæmum. En af þessu leiðir einnig það,
að klerkarnir þoldu hinar undarlegu goðsagnir ein-
mitt af því að þær voru yngri, af því að þær höfðu
aldrei verið trú alþýðunnar, heldur höfðu verið upp
8