Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 124
124
hvervetna bygð á sama grundvelli, þá má tilfæra.
hér þau orð, sem standa í hinni grisku goðafræði
Stolls, sem Steingrímur Thorsteinsson hefir islenzkað^
»A hinu fyrsta framfarastigi mannlegs anda ræður
hugsunaraflið mestu; með ímyndunaraflinu, en ekki
með köldu byggj uviti, skynjaði maðurinn allt, sena
laut að veru goðanna, myndaði þau sjálfkrafa án
þess hann vissi af eða gerði sér grein fyrir, hugði
þau vera til í raun og veru, trúði á þau og dýrkaði
þau með guðrækilegum tilfinningum. En með því
imyndunin starfaði hér mest að, þá framsetti maður-
inn allar greinir goðatrúar sinnar í náttúrlegum
myndum, hann skýrði frá þeim á því máli, sem
ímynduninni er eiginlegt, og þannig urðu goðsagn-
irnar til. Þessi andans iðja er nú nokkurs konar
skáldskapur, runninn af uppsprettu náttúrunnar og-
orðinn til eins og óafvitandi; má svo að orði kveða,
að gjörvöll goðafræðin, þetta fjölbreytta goðsagna-
smiði, sem er svo dýrðlegur vottur um skapanda
ímyndunarafl og hugmyndagnótt Grikkja, hafi verið-
eitt stórkvæði, sem öll þjóðin var að yrkja í marg-
ar aldir. Reyndar lýtur efni goðsagnafræðinnar ekki
að goðum einum saman; því á þeim öldum, er goð-
sagnirnar urðu til, þá litu Grikkir á allar greinir
heimslifsins með augum ímyndunarinnar, enda hafa
þeirí goðsagnafræðinni fólgið aila heimsskoðun sínar
svo að þar má sjá hugmyndir þeirra um goði*, nátt-
úrulifið og mannlifið. En með þvi náttúran eptir
skoðunarhætti fornþjóðanna var uppfyllt af lúnu
guðlega og lék öll i valdi þess, og með því ihlutun
goðanna lýsti sér hvervetna i mannlífinu, þá er efnf
goðsagnafræðinnar einkum trúarlegs eðlis*. Þetta á
alveg við goðatrú norðurlanda; vér þurfum ekki
annað en setja »Norðurlandaþjóðir« fyrir »Grikki«.