Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 91
91
valhneturnar — en sögurnar eru allt eins merkileg-
ar fyrir það, og rangt að tala um þær með ónotum
eða fyrirlitningu fyrir þetta.1 Um þetta vísa eg til
þess, sem eg hef sagt um Shakespeare hér á undan,
og til formálans við 3. bindi Fornaldarsagna (Rafns
útg.), þar sem munurinn sést á því, hvernig útlend-
ingar dæmdu þá, og hvernig sumir vorir menn dæma
nú. Eg skal seinna tilfæra það, sem Bugge segir
um þetta efni, því bæði er það, að honum er einna
mest trúandi, enda ritar hann eins og verulegum
vísindamanni sómir.
Að nokkur maður hafi snúið kristnum fræðum
opp í heiðin fræði með vilja, finnst mér mjög ólík-
legt og á móti anda fornaldarinnar, því þótt menn
:geti látið sér detta hug, að slíkt hafi átt sér stað
við sum tækifæri, t. a. m. þegar Hákon jarl kastaði
kristninni, eða að heiðingjar hafi gert það af háði,
1) Wilhelmus Malmeshurensis (Somerset). sem var sam-
tíða Sigurði, getur um þegar hann sigldi til Suöurlanda, en
annars þekkist ekkert um ferð hans nema af íslenzkum sögu-
sögnum. Sama mun eiga sér stað um »Nordbrikt«, sem einnig
mun vera tilbúningur. A horgarturninum í Gent er dreka-
mynd, og af því heíir Fr. Schiern (báskólakennari í Khöfn
+ 1883) tekið tilefni til fróðlegrar ritgjörðar, sem er prentuð í
»Nye historiske St-udier, 1875« (en var raunar rituð 1859).
Schiern setur þetta í samband við drekahöfuðin, sem Sigurð-
ur Jórsalafari lét setja upp á Péturskirkju (svo nefndist einn
hluti af Soffíukirkju eður Ægisif í Miklagarði), og sú sögu-
sögn heiir ávallt haldizt við í Belgíu, að Baldvin Jórsala-
konungur haíi látið flytja drekahöfuðið frá Miklagarði tii
Briigge ásamt miklu herfangi, en engin önnur sönnun er fyrir
því, og enga sönnun getur Schiern komið með. Þeir samtíða-
menn, sem hafa ritað um alla þeesa hluti (Niketar og Ville-
hardouin) nefna ekki Sigurð á nafn. Páll Riant og einhver
annar sögðu það víst, að drekahöfuðin væri «skandinavisk»;
«en það marka eg ekki.