Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 186
186
búningar voru óásjálegir og báru vott um fremur
litla fegurðartilfinningu.
Stöku kvennmenn höfðu við hátíðleg tækifæri
stígvjelaskó á fótum, en þeir náðu þó að eins upp
á ristina og nefndust »svartaskór«. »Hún gengur á
svartaskóm«. Þessi orð áttu að lýsa hinu stakasta
kvennlegu oflæti, nema það ætti við hinar mestu
hefðarkonur, giptar eða ógiptar; öðrum þótti slíkt
alls eigi hæfa, enda varð það miklu fremur til fyrir-
litningar en hefðar, ef óbreyttar almúgastúlkur gengu
með stígvjelaskó til sveita á þeim tímum. Flestir
þessir búningar, nema húan og peysan, munu nú að
mestu horfnir, nema hvað stöku gamlar konur, sem
ekki kunna nýbreytninni, halda tryggð við faldbún-
inginn forna.
Einhver hin mesta kvennprýði er hárið, enda
leggur nálega hver ung stúlka hina mestu stund á,
að það sje sem mest og fari sem bezt. Eins og
menn vita er nú tizkan sú, að kvennmenn fljetta
hár sitt og þykir vel fara, en engu miður þótti stúlk-
um fara hárið fyrir 40 árum, þegar það var siður,
að haf'a það slegið; en því var svo háttað, að þegar
búið var að greiða hárið, var þvi skipt í þrennt, og
svo var snúið upp á hárbroddinn neðst á hverjum
lokknum fyrir sig, og lokknum siðan stungið upp
undir húfuna, sínum í hvorum vanga og einum að
aptan, og hjengu svo hárlykkjurnar niður og fjellu
í bylgjum um axlir og herðar. Stundum var aptur
hárbroddinum— en sá lokkurinn var jafnan mestur
— stungið undir peysuhálsmálið að aptanverðu, og
breiddist þá hárlykkjan niður um bakið, og fór það
undur-vel og prýddi mjög baksvipinn, og gjörði
hann mjög föngulegan, þegar hárið var bæði mikið
og fagurt.