Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 240
240
karlmenn voru meira og minna drukknir og á sumu
kvennfólkinu sá og nokkuð.
Það er sannsagt, að drykkjuskapur var mikið
meiri um miðja öldina heldur en hann er nú orðinn,
og einkum og sjer í lagi bar svo mikið á honum.
Menn létu þá drukknir svo illa og ægilega, bæði af
vana og svo sjálfsagt til að skjóta mönnum skelk í
bringu. Það leit svo út, að þá þætti hefð og mikil-
mennska, að drekka, og að hafa drukkinn alls konar
illt og ófagurt athæfi í frammi, enda var því miður
engin óvirðing lögð á drykkjumenn. Eins og við var
að búast, hafði drykkjuskapurinn, þá eins og jafnan,
margar slæmar fylgjur. I sveit, er jeg þekkti vel
til í seinna, var um miðja öldina drykkjuskapur tölu-
verður, og urðu þau afdrifin að lokum þriggja mestu
brennivínsberserkjanna þar, að einn datt drukkinn
úr stiga og hálsbrotnaði, annar datt drukkinn ápott
á hvolfi, en pottfóturinn setti gat á höfuðið, hinn
þriðji datt drukkinn af hesti í á, og svo var hans
æfi lokið. Drykkjuskapurinn er nú eigi að eins langt
um minni en áður var, en það, sem mestu varðar, er,
að sá hugsunarháttur, þó hægt fari, er smám saman
að innrætast bæði æðri og lægri, að það sje minnk-
un að vera drukkinn, enda verður aldrei ofsögum
af því sagt, hversu slíkt athæfi er bæði skaðlegt og
svívirðilegt. Jeg hef opt síðan jeg kom til vits og
og ára verið hissa á því, hvað drykkjumönnum var
almennt þolað í uppvexti mínum, t. d. illdeilur og
áflog í samkvæmum, að vekja upp fólk um miðja
nótt og fara þá inn í bæi með ólátum og æðisgangi
o. s. frv.
Á sögulestur og rimnakveðskap hefir áður minnzt
verið, sem hina beztu skemmtun alþýðu; eigi þótti,
eins og skýrt hefir verið frá, minni skemmtun að,