Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 114
114
fundnar til þess að skreyta skáldskapinn:1 af þessu
er skiljanlegt, að skáldin, sera mestmegnis (ætti að
vera: sumir) voru sjálf klerkvígðir menn, hikuðu sér
ekkert við, að nota þetta goðsagnamál, auka það og
auðga; þeir blönduðu þar saman við því, sem þeim
þótti hentugast úr ritningunni, og seinna kannske
úr grisk-rómverskri goðatrú; stundum ber minna á
þessari blöndun, stundum meira, eins og t. a. m. í
Sóiarljóðum, sem alveg ósannað er að séu yngri en
hinar Eddukviðurnar, þótt svo sé almennt ætlað; og
bæri ekki eins mikið á hinum kristna uppruna þeirra,
þá mundu þau án efa vera tekin sem sönnun fyrir
hinni upprunalegu tign, skirleika og siðferðislegu
hreinlæti hinnar fornu norrænu trúar. Viðhald Eddu-
kviðanna sannar einnig, að þær eru eigi gamlar:
eins og klerkarnir hikuðu ekki við að rita þær upp,
eins gerðu þeir sér enga samvizku af að yrkjaþær;
jafnvel málið gefur órækar sannanir um hinn unga
uppruna þeirra, því þar eru orð sem mynduð eru
úr latínumáli, t. a. m. töflur, af tabula, hrímkalkr,
af calyx, o. s. frv. Hafi nú þessar goðsagnir ein-
ungis verið skáldum ætlaðar, þá gátu klerkarnir lát-
ið þenna hugmyndaleik alveg ráða, og gefið sig við
honum til skemtunar og gamans, þar sem þeim var
það engin samvizku-sök; þeim þótti jafnvel ekkert
1) Rydberg kemur einnig með þá skoðun (2, 479), að bin
mörgu nöfn dverga, jötna, sœkonunga o. s. frv. só upp fund-
in einungis handa skáldunum. Það mega hafa verið merki-
legir >nafnasmiðir<í, sem það gerðu, enda eru þessa engin
dæmi neinstaðar. Guðunum o. s. frv. er aldrei blandað sam-
an, eða einn settur í annars stað, eins og R. lætur skilja, og
því er alveg rangt að segja þaö væri eins og ef Grikkir
hefðu látið Prometheus vera = Hefestus, og Hefestus =
Daedalus, eða Odyssevs vera Peleida og Akkilles Laertiaden.
Slíkt kemur aldrei fyrir í norrænum skáldskap.