Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 178
178
ar hengdu menn skinn yfir rúmin eða breiddu þau
ofan á sig, en þó urðu rúmfötin ekki varin bleytu,
en geta má nærri, hvernig moldargólfið varð af leka-
bleytunni, því svo mátti kalla, að opt rynni vatns-
straumurinn eptir því í stórrigningum. En mikið-
dró það úr lekanum, að húsin voru mjó; baðstof-
urnar voru opt ekki breiðari en fjórar álnir, en
lengdin fór eptir fólksfjöldanum.
Ovíða voru stofur í þá tíð á bóndabæjum. Ea
einni slíkri skal nú lýst, sem jeg man vel eptir..
Inn 1 hana var gengið hægra megin úr bæjardyrum;
hún mun hafa verið 3—4 álna breið, en nærfellt b
álnir á lengd, og manngeng undir lopt. Hún var al-
þiljuð með timburgólfi og þili fyrir, sem sneri fram
á hlaðið. Á þilinu upp undir lopti voru 2 gluggar,
með 2 rúðum hvor, rúmlega lófastórum, sem ekki
báru meiri birtu en svo, að naumlega mundi nú kall-
að lesbjart um hádaginn, og þótti þá slik stofa eng-
in smáræðis hýbýlabót. En þess ber vel að gæta,
að húsakynni þau, er nú hefir lýst verið, voru húsa-
kynni almúgans. Bæir heldri manna, svo sem presta,
rikisbænda og hreppsstjóra, voru miklu reisulegri,
rúmbetri, og baðstofurnar þar undir súð, eins og sagt;
hefir verið. Bæjardyr þar opt breiðar og út úrjþeim
öðru megin stofa, en hinumegin hús, sem nefndist
skáli. En einkennilegt var það við öll húsakynni,
hversu gluggarnir voru þá alstaðar litlir, móti því
sem nú er, hversu dimmt var alstaðar undir loptum,
og hversu lágt og loptlaust var uppi á þeim, og það
er sannast að segja, að þá bjó margur velefnaður
maður f þeim húsakynnum, sem örsnauðum vesaling
þætti sjer nú naumast boðleg, þar sem varla er nú
svo fátækt hreysi, að eigi sje baðstofan alþiljuð, með
timburgólfi og svo stórum glerglugga, að vel hefði