Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 13
13
sem opt var kallaður »herrann« eða »konungurinn«
4n nokkurrar viðbótar. Nafnið Loki er stytt úr
Lucifer, á sama hátt og t. d. Asi úr Asmundur o. s.
frv., en menn hafa breytt u í o, af því menn hafa
'sett það í samband við sögnina lóka (sbr. andskoti
•af skjóta). Að Loki sje sama og Lucifer styrkist
við, að sagt er að þeir hafi verið þrír bræður: Loki,
Býleistur og Helblindi, alveg eins og á miðöldunum
opt er talað um þrjá djöfla: iMcifer, Beelzebub og
Satanas. Nafnið Beelzebub er, við að þýða það, orð-
ið að Býleistur. Menn höfðu heyrt, að Beelzebub
táknaði »flugnahöfðingjann« og að djöfullinn gæti
brugðið sjer í flugu líki. Þess vegna þýddu menn
það með Býleistur (bý = býfluga). Nafnið Helblindi
stafar frá því, að kristnir menn kölluðu djöfulinn
•opt hinn blinda. í engilsaxneskum og fornþýzkum
nöfnum á djöflinum er orðið helle opt skeytt framan
við þau, eins og hel í Hel-blindi.
En þó það megi álíta sannað, að frásagnir Is-
lendinga um Baldur eigi rót sína að rekja til enskra
'miðaldasagna um Krist, þá nægir þetta þó ekki til
þess, að skýra, hvernig frásagnirnar um Baldur hafi
til orðið í öllum greinuin. Þetta skýrir t. d. hvorki,
að Baldur er giptur Nönnu, nje hefnd Vála. I frá-
sögn Saxa um Baldur finnst ekki hið minnsta, sem
•geti átt rót sína að rekja til frásagna um Krist.
II. Sagnir Dana um Höð og Baldur. Eptir
því sem Saxi segir frá, er Höður, sem hann kallar
Hotherus, sænskur konungsson, sem verður konung-
ur i Sviþjóð og Danmörku. Hann hafði verið á
fóstri hjá Gef eða Gefri (Gevarus), konungi í Noregi,
sem átti dóttur þá, er Nanna hjet, og unnu þau H.
og N. hvort öðru hugástum. En Baldur sonur Óð-
ins verður einnig ástfanginn af fegurð Nönnu, og