Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1892, Blaðsíða 87
87
Werke riihrten vom Volke selbst her. Aber das ist
ein lappisches Argument«.
Eg hef aldrei haft þá skoðun, að Sæmundur
væri frumhöfundur Eddukviðanna, því öllum hlýtur
að vera auðsætt, að efnið í þeim er sameiginleg eign
allra Norðurlanda; það er efnið í Gylfaginningu líka,
en búningurinn er íslenzkur — vér þekkjum hann
ekki öðruvisi, og getum því ekki öðruvísi talað um
hann. Þó að vér segðum, að Islendingur hefði ein-
ungis lagað Eddukviðurnar um leið og hann ritaði
þær upp, þó að vér játuðum, að margt í þeim væri
eldra en Islands bygging: þá mundi það ekkert gera
til, þærværu íslenzkar eigi að síður. Mérfinnstþað
engin sönnun, þótt menn taki einhverja kviðu og
setji hana í svo og svo forna mynd, segi, að svo og
svo hijóti atkvæðin að hafa verið: þá sé hún svo og
svo gömul; þetta er engin sönnun, af því mennhafa
sjálfir búið til grundvallar ástæðuna. Púnkturinner
sá, að menn gátu allt af fornyrt, bæði að orðum og
atkvæðum, og þess vegna finnst mér menn ekki geta
svarið fyrir að svo kunni að hafa verið, því síður
sem vér höfum nóg dæmi þess, að yngri skáld hafa
fornyrt. Þar sem t. a. m. Hoffory segir (í Eddastu-
dien 1889, bls. 40): »Da nun die Völuspá das ein-
heitliche Werk éines Dichters ist, so steht es hiermit
fest, dass zweisilbige Formen der obenerwahnten Art
Uberhaupt in dem Gedicht nicht vorkommen können«.
En hver getur sannað, að Völuspá sé »das einheit-
liche Werk éines Dichters?» Getur hún ekki verið
sett saman úr ýmsum munnmælum og af fleirum,
þangað til hún var loksins færð í letur af einhverj-
um? Eða er það ómögulegt, að skáldið eða ritarinn
hafi haft tveggja atkvæða orð eins og þau, sem H.
ekki vill hafa? Mér virðist því aðrar eins ástæður